Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mán 14. október 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid horfir til Frimpong
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er að íhuga möguleikann á að kaupa hollenska landsliðsmanninn Jeremie Frimpong næsta sumar, en hann er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Florian Plettenberg, einn virtasti blaðamaður Þýskalands, segir Madrídinga fylgjast náið með stöðu Frimpong sem er samningsbundinn til 2028.

Frimpong er 23 ára gamall sóknarsinnaður hægri bakvörður, sem getur einnig spilað sem vængmaður.

Í frétt Plettenberg kemur fram að Frimpong sé með 40 milljóna evra klásúlu í samningi sínum, sem væri alger tombóluprís fyrir leikmann í þessum gæðaflokki.

Þetta gætu verið góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en Real Madrid hefur einnig verið sagt skoða Trent Alexander-Arnold, sem rennur út á samningi næsta sumar.

Real Madrid er þegar með Dani Carvajal og Lucas Vazquez og því ólíklegt að að það reyni að fá bæði Frimpong og Trent fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner