Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Henry tekur við Montreal Impact (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og franska landsliðsins, hefur verið ráðinn þjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni.

Hinn 42 ára gamli Henry skrifaði undir tveggja ára samning hjá félaginu.

Henry gekk illa sem þjálfari Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann vann einungis fjóra af tuttugu leikjum sínum í starfi og var einungis þrjá og hálfan mánuð í starfi.

Henry var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins frá 2016 til 2018 áður en hann tók við Mónakó.

Montreal Impact komst ekki í umspil í MLS-deildinni á nýliðnu tímabili en á meðal leikmanna liðsins eru Bacary Sagna, fyrrum varnarmaður Arsenal og Manchester City, sem og Bojan Krkic, fyrrum framherji Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner