Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   lau 14. nóvember 2020 14:05
Mist Rúnarsdóttir
Lið ársins og bestu leikmenn í 2. deild kvenna 2020
Karen Sturludóttir er best í 2. deild
Karen Sturludóttir er best í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Lena Ásgeirsdóttir er efnilegasti leikmaður 2. deildar
María Lena Ásgeirsdóttir er efnilegasti leikmaður 2. deildar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray Anthony Jónsson er þjálfari ársins í 2. deild
Ray Anthony Jónsson er þjálfari ársins í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík á þrjá leikmenn í liði ársins og tvo á bekknum
Grindavík á þrjá leikmenn í liði ársins og tvo á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur fylgst með 2. deild í sumar. Við fengum þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja úrvalslið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður og efnilegasti leikmaður ársins valin.



Úrvalslið ársins 2020:
Veronica Blair Smeltzer - Grindavík

Dagný Rún Gísladóttir - Hamar
Heidi Samaja Giles - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Lára Hallgrímsdóttir - HK
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir - Grindavík

Karen Sturludóttir - HK
Birgitta Hallgrímsdóttir - Grindavík
Samira Suleman - Sindri

Shakira Duncan - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
María Lena Ásgeirsdóttir - HK
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir


Varamenn:
Hrafnhildur Hjaltalín - HK
Guðný Eva Birgisdóttir - Grindavík
Ísabella Eva Aradóttir - HK
Una Rós Unnarsdóttir - Grindavík
Arna Sól Sævarsdóttir - Fram
Halla Marínósdóttir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Bryndís Gréta Björgvinsdóttir - HK

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Snædís Lilja Daníelsdóttir (Sindri), Auður Sólrún Ólafsdóttir (ÍR), Steinunn Lilja Jóhannesdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir)
Varnarmenn: Katrín Lilja Ármannsdóttir (Grindavík), Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík), Viktoría Einarsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Sara Freysdóttir (HK), Valgerður Lilja Arnarsdóttir (HK), Freyja Sól Kristinsdóttir (Sindri), Elísabet Eir Hjálmarsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Sigurbjörg Eiríksdóttir (Grindavík), Ása Björg Einarsdóttir (Grindavík), Karítas María Arnardóttir (Fram), Írena Björk Gestsdóttir (Grindavík), Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir (HK), Lilja Dögg Erlingsdóttir (Hamar), Eyrún Gautadóttir (Selfoss), Elísabet Arna Guðmundsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Hafrún Mist Guðmundsdóttir (Hamrarnir), Anja Ísis Brown (ÍR), Victoria Sædís Duret (Álftanes), Margrét Ákadóttir (HK), Katrín Ýr Árnadóttir (Álftanes), Eva Lind Daníelsdóttir (Grindavík),
Miðjumenn: Johanna Henriksson (Fram), Júlía Ruth Thasaphong (Grindavík), Júlíana M. Sigurgeirsdóttir (Álftanes), Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Hamrarnir), Ísafold Marý Sigtryggsdóttir (Hamrarnir), Lovísa Björk Sigmarsdóttir (Hamrarnir), Sigríður Dröfn Auðunsdóttir (ÍR), Íris Sverrisdóttir (Hamar).
Sóknarmenn: Edda Mjöll Karlsdóttir (Álftanes), Unnur Elva Traustadóttir (ÍR), Margrét Mist Sigursteinsdóttir (Hamrarnir), Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa (Hamar)



Þjálfari ársins: Ray Anthony Jónsson - Grindavík
Ray var að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari Grindavíkur. Hann gerði vel með ungan leikmannahóp í sumar. Liðið spilaði góðan og markvissan fótbolta og náði markmiði sínu um að komast aftur upp í Lengjudeildina.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Jóhann Bergur Kiesel og Ari Már Heimisson (HK), Christofer Harrington (Fram), Brandon Nathaniel Wellington (Álftanes), Björgvin Karl Gunnarsson (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Hermann Hreinsson (Hamar).

Leikmaður ársins: Karen Sturludóttir - HK
Karen reif skónna fram af hillunni eftir þriggja ára fjarveru og sýndi í sumar að hún hefur engu gleymt. Hún átti frábært tímabil hjá HK og lék risahlutverk í að koma liðinu upp um deild. Þessi reynslumikli leikmaður skoraði 13 mörk í sumar og er því komin með 105 mörk í meistaraflokki.

Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: María Lena Ásgeirsdóttir (HK), Veronika Blair Smeltzer (Grindavík), Isabella Eva Aradóttir (HK), Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík), Shakira Duncan (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir).

Efnilegasti leikmaður: María Lena Ásgeirsdóttir - HK
Hin 18 ára gamla María Lena fór á kostum í sóknarlínu HK á tímabilinu. Hún skoraði 17 af mörkum liðsins og varð markahæst í 2. deild. Frábær frammistaða hjá sóknarmanninum efnilega sem stimplaði sig rækilega inn í nýtt HK-lið og 2. deildina í sumar. María Lena hefur bætt sig gríðarlega sem leikmaður en fyrir tímabilið hafði hún aðeins leikið 5 deildarleiki í meistaraflokki, engan sem byrjunarliðsmaður. Í ár var hún svo valin efnilegust í 2. deild og var jafnframt í öðru sæti í kosningu um besta leikmann deildarinnar.

Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegasti leikmaður: Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík), Freyja Karín Þorvarðardóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Anja Ísis Brown (ÍR), Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Hamrarnir), Arna Sól Sævarsdóttir (Fram), Ísafold Marý Sigtryggsdóttir (Hamrarnir), Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa (Hamar)


Ýmsir molar:
- Alls voru 56 leikmenn tilnefndar í lið ársins

- Arna Sól Sævarsdóttir, leikmaður Fram, fékk tilnefningar í allar leikstöður nema markið

- Dagný Rún Gísladóttir, fyrirliði nýliða Hamars, fékk flest atkvæði allra varnarmanna

- Enginn leikmaður úr liði ársins var í liðinu í fyrra

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði að þessu sinni

- HK, Grindavík og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eiga öll þrjá fulltrúa í liðinu. Sindri og Hamar einn.

- Freyja Karín Þorvarðardóttir var í 2. sæti í valinu á efnilegasta leikmanninum

- María Lena Ásgeirsdóttir var í 2. sæti í valinu á besta leikmanni.

- Það eru fjórir erlendir leikmenn í liði ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner