Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. nóvember 2020 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney gæti tekið við Derby
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney fyrirliði Derby County mun vera partur af þjálfarateyminu sem tekur við liðinu til bráðabirgðar eftir að Phillip Cocu var látinn yfirgefa félagið í dag.

Hinn 35 ára gamli Rooney var partur af þjálfarateymi Cocu og spilaði ýmist í fremstu víglínu eða á miðjunni undir stjórn Hollendingsins. Derby á leik við Bristol City næsta laugardag en liðið er aðeins komið með 6 stig eftir 11 umferðir.

„Mér þykir leitt að Phillip og hans teymi séu ekki lengur hjá félaginu og vill þakka honum persónulega fyrir alla þá hvatningu og aðstoð sem hann gaf mér á tíma sínum hjá félaginu. Nú þurfum við að horfa fram á við og einbeita okkur að því að klifra upp töfluna," segir í yfirlýsingu frá Rooney.

„Ég verð partur af þjálfarateyminu sem undirbýr leikmenn fyrir gríðarlega mikilvægan leik gegn Bristol City næsta laugardag."

Sky Sports greinir frá því að Rooney muni sjá um æfingar og liðsvalið. Hann gæti því verið ráðinn sem bráðabirgðastjóri ef félagið finnur ekki annan stjóra fyrir mánaðarmót. Liam Rosenior, Shay Given og Justin Walker munu vera Rooney til aðstoðar.

Ekki er búist við að nýr stjóri verði ráðinn til Derby fyrr en um mánaðarmótin. Sheikh Khelid er að ganga frá kaupum á félaginu og mun hann koma að ákvörðun um næsta þjálfara.

Rooney hefur ekki farið leynt með löngun sína til að verða knattspyrnustjóri en ekki eru allir sannfærðir um að hann sé tilbúinn til að taka stökkið.

Eddie Howe, Nigel Pearson og John Terry hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner