mán 14. nóvember 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo í viðræðum við Bayern
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo hefur sennilega brennt allar brýr að baki sér hjá Manchester United eftir að hann kom fram í viðtali hjá Piers Morgan þar sem hann gagnrýnir félagið mikið.


Tíminn hans hjá United síðustu tímabil hafa ekki gengið sem skildi og hann segir að félagið og Ten Hag vanvirði sig.

Breskir fjölmiðlar halda því fram að forráðamenn Bayern Munchen hafi flogið til Englands í síðustu viku til að funda með Ronaldo og umboðsmanninum hans, Jorge Mendes.

Mendes reyndi að koma honum frá United í sumar en hann ræddi m.a. annars við Bayern, Napoli og Sporting.

Olivier Kahn, framkvæmdarstjóri Bayern sagði í sumar að Ronaldo passi ekki í hugmyndafræði félagsins. Félagið sé þó tilbúið að endurskoða málin eftir að Sadio Mane meiddist á dögunum.

Ronaldo er með portúgalska landsliðinu að undirbúa sig fyrir HM í Katar. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum og samherja sínum hjá United Bruno Fernandes, heilsast á æfingu landsliðsins.


Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner