Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   mán 14. nóvember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo vitnaði í Picasso - „Ekkert vandamál ef félagið vill byrja á mér"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, vitnaði í spænska málarann Pablo Picasso í viðtali hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan, en hann segist meira en tilbúinn að yfirgefa United ef það mun hjálpa félaginu að komast á betri stað.

Það er morgunljóst að Ronaldo vill komast frá United. Hann lætur allt flakka í viðtalinu við Morgan og talar meðal annars um að félagið hafi svikið sig og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, stjóra félagsins.

Skilaboðin eru þau að hann vill fara og í raun reyndi hann það í sumar en samkvæmt ensku miðlunum var áhuginn ekki mikill og fór það svo að hann var áfram.

Ronaldo hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann hafði vonast eftir, sem er vissulega undarlegt eftir að hafa skorað 18 deildarmörk á síðustu leiktíð, en Ten Hag er að vinna með nýja menningu og vill spila fótbolta sem hentar Ronaldo ekkert sérstaklega vel.

Portúgalski leikmaðurinn talar um United sem einhverskonar brunarústir og að ekkert hafi breyst frá því hann yfirgaf félagið fyrst fyrir þrettán árum, en hann segir að eitthvað verði að gerast til þess að koma félaginu aftur í röð fremstu liða heims og þá gæti það þurft að byrja á honum.

„Eins og Picasso sagði þá verður þú að eyðileggja það til að endurbyggja það og það er ekkert vandamál fyrir mér ef félagið ákveður að byrja á mér.“

„Ég elska Manchester United. Ég elska stuðningsmennina og þeir eru alltaf á mínu bandi, en ef þeir vilja gera hlutina öðruvísi þá þarf ansi margt að breytast,“
sagði Ronaldo í viðtalinu, en stuðningsmennirnir eru þó ekki alveg á hans bandi í augnablikinu því þetta viðtal er heldur betur að koma í bakið á honum.

Ronaldo var spurður hvað Sir Alex Ferguson, sigursælasti stjóri Englands, segi um stöðuna hjá Manchester United, en Ferguson er meðvitaður um það að hans sögn.

„Hann veit betur en allir að félagið er ekki á þeim stað sem það á skilið að vera á. Hann veit allt um það og það vita það allir. Fólkið sem sér það ekki er annað hvort blint eða vill ekki sjá það,“ sagði hann ennfremur.

Sjá fleiri hluta úr viðtalinu:
Ten og leikmennirnir vonsviknir með Ronaldo
Hafði aldrei heyrt nafn Rangnick getið áður en hann tók við Man Utd
Hætti við að fara til Man City eftir símtal frá Ferguson
Man Utd ætlar ekki að tjá sig um Ronaldo í kvöld
Carragher: 99 prósent af stuðningsfólki Man Utd mun styðja Ten Hag
Öfundsjúkur Rooney - „Ætla ekki að segja að ég líti betur en hann en það er samt sannleikurinn
Ronaldo opnar sig í viðtali við Piers Morgan: Man Utd sveik mig og gerði mig að svörtum sauð
Athugasemdir
banner
banner