Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Svona lítur leikmannahópur KR út í dag - Gæti enn stækkað
Þjálfarinn og yfirmaður fótboltamála: Óskar Hrafn.
Þjálfarinn og yfirmaður fótboltamála: Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar mun aðstoða Óskar.
Theodór Elmar mun aðstoða Óskar.
Mynd: KR
Benoný er orðaður við atvinnumennsku.
Benoný er orðaður við atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingahópur KR er ansi stór, alls eru 34 ef miðað er við að allir í núverandi hópi verði áfram. Nokkrir þeirra eru vissulega orðaðir í burtu en 34 leikmenn er ansi mikill fjöldi og í ofanálag eru þrír leikmenn til viðbótar mögulega á leiðinni. Á næsti vikum gæti hópurinn hjá Óskari Hrafn Þorvaldssyni því orðið alls 37 leikmenn.

Þeir Atli Sigurjónsson og Guy Smit eru með lausa samninga og er Atli orðaður við bæði Fram og Þór þessa dagana. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net stendur Atla til boða að vera áfram en þyrfti að samþykkja nýtt hlutverk í liðinu, yrði nýttur sem vinstri bakvörður eftir að hafa spilað á hægri kantinum síðustu ár. Markverðinum Guy stendur til boða að vera áfram í Vesturbænum.

Þeir Benoný Breki Andrésson, Alex Þór Hauksson og Eyþór Aron Wöhler hafa verið orðaðir í burtu frá KR.

Markverðir (3):
Guy Smit (laus samningur)
Sigurpáll Sören Ingólfsson
Halldór Snær Georgsson

Varnarmenn (10):
Finnur Tómas Pálmason
Birgir Steinn Styrmisson
Jón Arnar Sigurðsson
Rúrik Gunnarsson
Lúkas Magni Magnason (í háskóla)
Ástbjörn Þórðarson
Dagur Bjarkason
Júlíus Mar Júlíusson
Hjalti Sigurðsson (í háskóla)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson

Miðjumenn (11):
Aron Þórður Albertsson
Alex Þór Hauksson
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Stefán Árni Geirsson
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Hrafn Tómasson
Alexander Rafn Pálmason
Alexander Helgi Sigurðarson
Róbert Elís Hlynsson
Matthias Præst
Óliver Dagur Thorlacius

Sóknarmenn (10):
Luke Rae
Benoný Breki Andrésson
Atli Sigurjónsson (laus samningur)
Eyþór Aron Wöhler
Aron Sigurðarson
Hrafn Guðmundsson
Óðinn Bjarkason
Björgvin Brimi Andrésson
Guðmundur Andri Tryggvason
Jakob Gunnar Sigurðsson

Verðandi leikmenn samkvæmt heimildum Fótbolta.net
Atli Hrafn Andrason (miðjumaður)
Vicente Valor (miðjumaður)

Sterklega orðaður
Eiður Gauti Sæbjörnsson (sóknarmaður)
Athugasemdir
banner
banner