Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 14. desember 2023 23:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dóri Árna: Finnst við hreinlega betra lið en Zorya
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Breiðablik lauk leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn Zorya ytra. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Allt sem við ætluðum okkur ekki gerðist. Við ætluðum byrja á því að þreifa aðeins fyrir okkur á vellinum hann var þungur, háll og blautur. Ætluðum að halda boltanum frá okkar marki til að byrja með og ná takti í leikinn," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ákefð liðsins í kvöld.

„Eins vorum við frábærir að spila fótbolta en við vorum 'soft' í návígum, fórum ekki mikið í tæklingar en þegar við fórum í þær vorum við soft. Það var slökkt á okkur í seinni boltum. Af einhverjum ástæðum vorum við langt frá því að vera nógu grimmir til að byrja með og byrjum eins og svo oft áður í brekku," sagði Dóri.

Erum betra lið en Zorya

„Mér finnst við hreinlega betra lið en Zorya, það er kannski skrítið að segja það eftir 4-0 tap en mér fannst þeir ógna okkur lítið og beittu eingöngu löngum boltum sem við hefðum átt að díla mikið betur við. Þetta voru ótrúlega klaufaleg mörk. Það var jafn mikill fótbolti og VAR skoðanir í fyrri hálfleik sem drap tempóið í leiknum. Það er ekki nóg að vera góður í að spila boltanum á milli, það þarf í fyrsta lagi að nýta færi og verja markið sitt og við gerðum það mjög illa í dag," sagði Dóri.

Blendnar tilfinningar varðandi árangur liðsins á tímabilinu.

„Það er margt við tímabilið sem við erum ekki sáttir með. Ef við horfum til baka þá er ákveðinn tímapunktur þar sem við sjáum að deildin er að fjara frá okkur og á sama tíma raunverulegur möguleiki að komast í riðlakeppni. Auðvitað áttum við að bera miklu meiri virðingu fyrir deildinni sem lið og gera okkur meira gildandi þar," sagði Dóri.

„Það er erfitt að vera gríðarlega ósáttur að tapa á móti þessum liðum sem við töpum á móti í þessum riðli. Það eru helst þessir Zorya leikir sem voru möguleikar að vinna, mér finnst innilega að við séum betri en þeir. Frammistaðan á móti Gent og Maccabi voru heilt yfir mjög góðar, það eru bara tvö frábær lið á ferð þar. Þetta eru blendnar tilfinningar en tímabilið getur aldrei verið vonbrigði ef þú tekur þátt í riðlakeppni Evrópu, sögulegt tímabil fyrir Breiðablik."


Athugasemdir
banner
banner
banner