Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 14. desember 2023 23:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dóri Árna: Finnst við hreinlega betra lið en Zorya
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Breiðablik lauk leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn Zorya ytra. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Allt sem við ætluðum okkur ekki gerðist. Við ætluðum byrja á því að þreifa aðeins fyrir okkur á vellinum hann var þungur, háll og blautur. Ætluðum að halda boltanum frá okkar marki til að byrja með og ná takti í leikinn," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ákefð liðsins í kvöld.

„Eins vorum við frábærir að spila fótbolta en við vorum 'soft' í návígum, fórum ekki mikið í tæklingar en þegar við fórum í þær vorum við soft. Það var slökkt á okkur í seinni boltum. Af einhverjum ástæðum vorum við langt frá því að vera nógu grimmir til að byrja með og byrjum eins og svo oft áður í brekku," sagði Dóri.

Erum betra lið en Zorya

„Mér finnst við hreinlega betra lið en Zorya, það er kannski skrítið að segja það eftir 4-0 tap en mér fannst þeir ógna okkur lítið og beittu eingöngu löngum boltum sem við hefðum átt að díla mikið betur við. Þetta voru ótrúlega klaufaleg mörk. Það var jafn mikill fótbolti og VAR skoðanir í fyrri hálfleik sem drap tempóið í leiknum. Það er ekki nóg að vera góður í að spila boltanum á milli, það þarf í fyrsta lagi að nýta færi og verja markið sitt og við gerðum það mjög illa í dag," sagði Dóri.

Blendnar tilfinningar varðandi árangur liðsins á tímabilinu.

„Það er margt við tímabilið sem við erum ekki sáttir með. Ef við horfum til baka þá er ákveðinn tímapunktur þar sem við sjáum að deildin er að fjara frá okkur og á sama tíma raunverulegur möguleiki að komast í riðlakeppni. Auðvitað áttum við að bera miklu meiri virðingu fyrir deildinni sem lið og gera okkur meira gildandi þar," sagði Dóri.

„Það er erfitt að vera gríðarlega ósáttur að tapa á móti þessum liðum sem við töpum á móti í þessum riðli. Það eru helst þessir Zorya leikir sem voru möguleikar að vinna, mér finnst innilega að við séum betri en þeir. Frammistaðan á móti Gent og Maccabi voru heilt yfir mjög góðar, það eru bara tvö frábær lið á ferð þar. Þetta eru blendnar tilfinningar en tímabilið getur aldrei verið vonbrigði ef þú tekur þátt í riðlakeppni Evrópu, sögulegt tímabil fyrir Breiðablik."


Athugasemdir
banner