Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 14. desember 2023 23:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dóri Árna: Finnst við hreinlega betra lið en Zorya
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Breiðablik lauk leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn Zorya ytra. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Allt sem við ætluðum okkur ekki gerðist. Við ætluðum byrja á því að þreifa aðeins fyrir okkur á vellinum hann var þungur, háll og blautur. Ætluðum að halda boltanum frá okkar marki til að byrja með og ná takti í leikinn," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ákefð liðsins í kvöld.

„Eins vorum við frábærir að spila fótbolta en við vorum 'soft' í návígum, fórum ekki mikið í tæklingar en þegar við fórum í þær vorum við soft. Það var slökkt á okkur í seinni boltum. Af einhverjum ástæðum vorum við langt frá því að vera nógu grimmir til að byrja með og byrjum eins og svo oft áður í brekku," sagði Dóri.

Erum betra lið en Zorya

„Mér finnst við hreinlega betra lið en Zorya, það er kannski skrítið að segja það eftir 4-0 tap en mér fannst þeir ógna okkur lítið og beittu eingöngu löngum boltum sem við hefðum átt að díla mikið betur við. Þetta voru ótrúlega klaufaleg mörk. Það var jafn mikill fótbolti og VAR skoðanir í fyrri hálfleik sem drap tempóið í leiknum. Það er ekki nóg að vera góður í að spila boltanum á milli, það þarf í fyrsta lagi að nýta færi og verja markið sitt og við gerðum það mjög illa í dag," sagði Dóri.

Blendnar tilfinningar varðandi árangur liðsins á tímabilinu.

„Það er margt við tímabilið sem við erum ekki sáttir með. Ef við horfum til baka þá er ákveðinn tímapunktur þar sem við sjáum að deildin er að fjara frá okkur og á sama tíma raunverulegur möguleiki að komast í riðlakeppni. Auðvitað áttum við að bera miklu meiri virðingu fyrir deildinni sem lið og gera okkur meira gildandi þar," sagði Dóri.

„Það er erfitt að vera gríðarlega ósáttur að tapa á móti þessum liðum sem við töpum á móti í þessum riðli. Það eru helst þessir Zorya leikir sem voru möguleikar að vinna, mér finnst innilega að við séum betri en þeir. Frammistaðan á móti Gent og Maccabi voru heilt yfir mjög góðar, það eru bara tvö frábær lið á ferð þar. Þetta eru blendnar tilfinningar en tímabilið getur aldrei verið vonbrigði ef þú tekur þátt í riðlakeppni Evrópu, sögulegt tímabil fyrir Breiðablik."


Athugasemdir
banner