Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 14. desember 2023 23:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dóri Árna: Finnst við hreinlega betra lið en Zorya
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Breiðablik lauk leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn Zorya ytra. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Allt sem við ætluðum okkur ekki gerðist. Við ætluðum byrja á því að þreifa aðeins fyrir okkur á vellinum hann var þungur, háll og blautur. Ætluðum að halda boltanum frá okkar marki til að byrja með og ná takti í leikinn," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ákefð liðsins í kvöld.

„Eins vorum við frábærir að spila fótbolta en við vorum 'soft' í návígum, fórum ekki mikið í tæklingar en þegar við fórum í þær vorum við soft. Það var slökkt á okkur í seinni boltum. Af einhverjum ástæðum vorum við langt frá því að vera nógu grimmir til að byrja með og byrjum eins og svo oft áður í brekku," sagði Dóri.

Erum betra lið en Zorya

„Mér finnst við hreinlega betra lið en Zorya, það er kannski skrítið að segja það eftir 4-0 tap en mér fannst þeir ógna okkur lítið og beittu eingöngu löngum boltum sem við hefðum átt að díla mikið betur við. Þetta voru ótrúlega klaufaleg mörk. Það var jafn mikill fótbolti og VAR skoðanir í fyrri hálfleik sem drap tempóið í leiknum. Það er ekki nóg að vera góður í að spila boltanum á milli, það þarf í fyrsta lagi að nýta færi og verja markið sitt og við gerðum það mjög illa í dag," sagði Dóri.

Blendnar tilfinningar varðandi árangur liðsins á tímabilinu.

„Það er margt við tímabilið sem við erum ekki sáttir með. Ef við horfum til baka þá er ákveðinn tímapunktur þar sem við sjáum að deildin er að fjara frá okkur og á sama tíma raunverulegur möguleiki að komast í riðlakeppni. Auðvitað áttum við að bera miklu meiri virðingu fyrir deildinni sem lið og gera okkur meira gildandi þar," sagði Dóri.

„Það er erfitt að vera gríðarlega ósáttur að tapa á móti þessum liðum sem við töpum á móti í þessum riðli. Það eru helst þessir Zorya leikir sem voru möguleikar að vinna, mér finnst innilega að við séum betri en þeir. Frammistaðan á móti Gent og Maccabi voru heilt yfir mjög góðar, það eru bara tvö frábær lið á ferð þar. Þetta eru blendnar tilfinningar en tímabilið getur aldrei verið vonbrigði ef þú tekur þátt í riðlakeppni Evrópu, sögulegt tímabil fyrir Breiðablik."


Athugasemdir
banner