Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 13:01
Brynjar Ingi Erluson
Sjötti sigurinn í röð hjá Karólínu - Hildur spilaði hálfleik í tapi
Karólína og stöllur hennar í Leverkusen eru funheitar þessa dagana
Karólína og stöllur hennar í Leverkusen eru funheitar þessa dagana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen unnu sjötta leik sinn í röð í öllum keppnum er liðið lagði Freiburg að velli, 2-0, í þýsku deildinni í dag.

Íslenska landsliðskonan spilaði síðasta hálftímann í sigrinum sem kom Leverkusen upp í 3. sæti deildarinnar.

Sigurinn var sá fimmti í röð í deildinni og sjötti í öllum keppnum en liðið er að njóta sín vel undir Roberto Pätzold sem tók við liðinu af Robert de Pauw í sumar.

Hildur Antonsdóttir var þá í byrjunarliði Madrid sem tapaði fyrir Granada, 1-0, í Liga F á Spáni.

Heimakonur í Granada gerðu eina markið á 19. mínútu en Hildur fór af velli í hálfleik. Madrid er í 10. sæti með 16 stig eftir þrettán leiki.


Athugasemdir
banner
banner