Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen unnu sjötta leik sinn í röð í öllum keppnum er liðið lagði Freiburg að velli, 2-0, í þýsku deildinni í dag.
Íslenska landsliðskonan spilaði síðasta hálftímann í sigrinum sem kom Leverkusen upp í 3. sæti deildarinnar.
Sigurinn var sá fimmti í röð í deildinni og sjötti í öllum keppnum en liðið er að njóta sín vel undir Roberto Pätzold sem tók við liðinu af Robert de Pauw í sumar.
Hildur Antonsdóttir var þá í byrjunarliði Madrid sem tapaði fyrir Granada, 1-0, í Liga F á Spáni.
Heimakonur í Granada gerðu eina markið á 19. mínútu en Hildur fór af velli í hálfleik. Madrid er í 10. sæti með 16 stig eftir þrettán leiki.
FIVE league wins on the bounce! ?????????? pic.twitter.com/G6HYuqUHkE
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) December 14, 2024
Athugasemdir