Liverpool er að tapa gegn Fulham á Anfield og þá er búið að reka Andy Robertson af velli þegar rúmar tuttugu mínútur eru búnar af leiknum.
Andreas Pereira kom Fulham yfir á 11. mínútu. Bandaríski vinstri bakvörðurinn Antonee Robinson kom með laglega fyrirgjöf á fjær sem Pereira náði að teygja sig í og koma boltanum í netið.
Sjáðu markið hjá Pereira
Sex mínútum síðar fékk skoski bakvörðurinn Andy Robertson að líta beint rautt spjald. Boltinn kom langur á fjær og virtist Harry Wilson vera í rangstöðu þegar sendingin kemur.
Robertson var fyrri til boltans en missti hann klaufalega frá sér og á Wilson sem var sloppinn einn í gegn áður en Robertson tók hann niður rétt fyrir utan teig. Robertson fékk að líta rauða spjaldið og Liverpool því manni færri.
Sjáðu rauða spjaldið hjá Robertson
Athugasemdir