Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Salihamidzic: Leikstíll Werner hentar ekki Bayern
Werner og Lewandowski.
Werner og Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Timo Werner var nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen frá RB Leipzig síðasta sumar. Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern tjáði sig í viðtali um það af hverju Werner var ekki keyptur.

„Timo Werner er góður leikmaður sem átti frábært tímabil fyrir áramót," sagði Hasan við Bild.

„En við erum með Robert Lewandowski. Robert er framherji sem hentar okkar leikstíl fullkomlega."

„Robert getur unnið með lítið svæði og býr yfir tækni sem hjálpar honum í slíkum aðstæðum og hann finnur lausnir með boltann."

„Með hraða sínum þarf Timo meira pláss sem hann fékk í leikkerfi Leipzig. Núna hefur Leipzig breytt um leikstíl en þeir eru samt með meira pláss í boði fyrir Werner en við höfum,"
sagði Hasan að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner