lau 15. janúar 2022 08:52
Elvar Geir Magnússon
Gylfi áfram laus gegn tryggingu - Framlengt í þriðja sinn
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton, verður áfram laus gegn tryggingu til næsta miðvikudags, 19. janúar.

Frá þessu greina enskir fjölmiðlar en þar er hann ekki nafngreindur af lagalegum ástæðum.

Gylfi hefur nú í þrígang fengið framlengingu síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

The Sun segir að lögreglan hafi framkvæmt húsleit hjá Gylfa og að munir í eigu hans séu nú í höndum lögreglunnar.

Gylfi hef­ur ekk­ert spilað með Evert­on á þess­ari leiktíð og lék síðast fyrir íslenska landsliðið í nóvember 2020. Hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.

Samningur Gylfa við Everton rennur út í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner