Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 15. janúar 2022 15:00
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Það var freistandi að fara í Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Matthías skoraði eitt mark en FH tapaði þó 4-5.

Matthías var þá tekinn í viðtal eftir leikinn.

Þetta var fyrsti leikur FH á .net mótinu hvernig leggst þetta í þig?

„Já þetta var fyrsti leikur eftir áramót. Við spiluðum vel sóknarlega í dag, sköpuðum mikið af færum og skorum góð mörk en varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu og það þurfum við að laga."

Þér var boðið þjálfarastarf hjá Vålerenga, var erfitt að hafna því?

„Það var alveg freistandi, risastórt tækifæri en ég fann það bara sjálfur að mér langaði að spila lengur og það hentaði ekki á þessum tímapunkti. Ég tel mig eiga x tíma eftir í líkamanum og líður vel þannig að það kom ekki til greina núna nei."

Þú varst að spila töluvert á miðjunni og koma neðar til að sækja boltann er þetta eitthvað sem við munum sjá meira í sumar?

„Þú verður að spurja Óla. Ég spilaði einhverjar 60 mínútur á miðjunni í dag. Ég var ekkert að koma niður að sækja hann ég var bara á miðjunni og svo vita þeir að ég get spilað margar stöður og þeir bara velja það sem hentar liðinu."

FH hefur verið orðað við Hólmar Örn Eyjólfsson hefur þú eitthvað reynt að tæla hann hingað?

„Hólmar er bara einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril þannig það kemur bara í ljós."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan í spilaranum.
Athugasemdir
banner