29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 15. janúar 2022 15:00
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Það var freistandi að fara í Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Matthías skoraði eitt mark en FH tapaði þó 4-5.

Matthías var þá tekinn í viðtal eftir leikinn.

Þetta var fyrsti leikur FH á .net mótinu hvernig leggst þetta í þig?

„Já þetta var fyrsti leikur eftir áramót. Við spiluðum vel sóknarlega í dag, sköpuðum mikið af færum og skorum góð mörk en varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu og það þurfum við að laga."

Þér var boðið þjálfarastarf hjá Vålerenga, var erfitt að hafna því?

„Það var alveg freistandi, risastórt tækifæri en ég fann það bara sjálfur að mér langaði að spila lengur og það hentaði ekki á þessum tímapunkti. Ég tel mig eiga x tíma eftir í líkamanum og líður vel þannig að það kom ekki til greina núna nei."

Þú varst að spila töluvert á miðjunni og koma neðar til að sækja boltann er þetta eitthvað sem við munum sjá meira í sumar?

„Þú verður að spurja Óla. Ég spilaði einhverjar 60 mínútur á miðjunni í dag. Ég var ekkert að koma niður að sækja hann ég var bara á miðjunni og svo vita þeir að ég get spilað margar stöður og þeir bara velja það sem hentar liðinu."

FH hefur verið orðað við Hólmar Örn Eyjólfsson hefur þú eitthvað reynt að tæla hann hingað?

„Hólmar er bara einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril þannig það kemur bara í ljós."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan í spilaranum.
Athugasemdir
banner