Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   lau 15. janúar 2022 15:00
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Það var freistandi að fara í Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Matthías skoraði eitt mark en FH tapaði þó 4-5.

Matthías var þá tekinn í viðtal eftir leikinn.

Þetta var fyrsti leikur FH á .net mótinu hvernig leggst þetta í þig?

„Já þetta var fyrsti leikur eftir áramót. Við spiluðum vel sóknarlega í dag, sköpuðum mikið af færum og skorum góð mörk en varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu og það þurfum við að laga."

Þér var boðið þjálfarastarf hjá Vålerenga, var erfitt að hafna því?

„Það var alveg freistandi, risastórt tækifæri en ég fann það bara sjálfur að mér langaði að spila lengur og það hentaði ekki á þessum tímapunkti. Ég tel mig eiga x tíma eftir í líkamanum og líður vel þannig að það kom ekki til greina núna nei."

Þú varst að spila töluvert á miðjunni og koma neðar til að sækja boltann er þetta eitthvað sem við munum sjá meira í sumar?

„Þú verður að spurja Óla. Ég spilaði einhverjar 60 mínútur á miðjunni í dag. Ég var ekkert að koma niður að sækja hann ég var bara á miðjunni og svo vita þeir að ég get spilað margar stöður og þeir bara velja það sem hentar liðinu."

FH hefur verið orðað við Hólmar Örn Eyjólfsson hefur þú eitthvað reynt að tæla hann hingað?

„Hólmar er bara einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril þannig það kemur bara í ljós."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan í spilaranum.
Athugasemdir
banner