Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   lau 15. janúar 2022 15:00
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Það var freistandi að fara í Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Matthías skoraði eitt mark en FH tapaði þó 4-5.

Matthías var þá tekinn í viðtal eftir leikinn.

Þetta var fyrsti leikur FH á .net mótinu hvernig leggst þetta í þig?

„Já þetta var fyrsti leikur eftir áramót. Við spiluðum vel sóknarlega í dag, sköpuðum mikið af færum og skorum góð mörk en varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu og það þurfum við að laga."

Þér var boðið þjálfarastarf hjá Vålerenga, var erfitt að hafna því?

„Það var alveg freistandi, risastórt tækifæri en ég fann það bara sjálfur að mér langaði að spila lengur og það hentaði ekki á þessum tímapunkti. Ég tel mig eiga x tíma eftir í líkamanum og líður vel þannig að það kom ekki til greina núna nei."

Þú varst að spila töluvert á miðjunni og koma neðar til að sækja boltann er þetta eitthvað sem við munum sjá meira í sumar?

„Þú verður að spurja Óla. Ég spilaði einhverjar 60 mínútur á miðjunni í dag. Ég var ekkert að koma niður að sækja hann ég var bara á miðjunni og svo vita þeir að ég get spilað margar stöður og þeir bara velja það sem hentar liðinu."

FH hefur verið orðað við Hólmar Örn Eyjólfsson hefur þú eitthvað reynt að tæla hann hingað?

„Hólmar er bara einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril þannig það kemur bara í ljós."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan í spilaranum.
Athugasemdir
banner
banner