Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. janúar 2022 07:30
Victor Pálsson
Randolph má ekki yfirgefa West Ham
Mynd: Getty Images
Írski landsliðsmarkvörðurinn Darren Randolph fær ekki að fara frá West Ham í janúarglugganum að sögn stjóra liðsins, David Moyes.

Randolph er 34 ára gamall en hann er þriðji markvörður Hamranna og hefur ekkert spilað á tímabilinu.

Aston Villa er talið hafa áhuga á að fá Randolph lánaðan en að sögn Moyes þá er ekki í boði að hann fari annað.

Lukasz Fabianski og Alphonse Ariola eru markverðir West Ham og er því lítið í boði fyrir Írann þegar kemur að mínútum.

„Ég hef engan áhuga á að leyfa Darren að fara, við höfum ekki fengið neitt kauptilboð," sagði Moyes.

„Það eina sem við höfum fengið er lánstilboð. Ég get ekki séð af hverju ég ætti að leyfa Darren að fara á lán. Þannig er staðan."

Athugasemdir
banner
banner