Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. janúar 2022 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel gagnrýnir sóknarmennina - „Það vantaði gæði fram á við"
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Romelu Lukaku var slakur gegn City
Romelu Lukaku var slakur gegn City
Mynd: EPA
„Miðað við aðstæður og ef þú horfir á öftustu fimm hjá okkur og hvað það vantaði marga leikmenn þá er ég ánægður með frammistöðuna, það er að segja varnarleikinn," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 1-0 tapið gegn Manchester City í dag.

Eina mark leiksins gerði Kevin de Bruyne með frábæru skoti fyrir utan teig á 70. mínútu leiksins.

Tuchel var óánægður með sóknarleikinn og talaði þá um frammistöðu Romelu Lukaku, sem var afar slök í dag.

„Við sköpuðum okkur færi í skyndisóknunum. Við fengum eitt stórt tækifæri til að komast yfir. Við töpuðum jöfnum leik, sem getur gerst. Þetta snérist um einstaklingsgæði og okkur vantaði þau fram á við ef ég á að vera hreinskilinn."

„Þú verður að bíða eftir skriðþunganum. Við fengum jafnmörg tækifæri í fyrri hálfleiknum en við náðum ekki snertingum í teignum í átta eða níu möguleikum í skiptingunum. Gæðin, fyrirgjafirnar og róin var ekki í hæsta gæðaflokki í dag. Þú þarft að vera í þeim gæðaflokki til að fá bæði færi og hálffæri og það vantaði í fyrri hálfleiknum."

„Hann (Lukaku) tapaði mörgum boltum án þess að vera undir pressu og í mjög lofandi færum. Hann fékk risafæri og við viljum þjóna honum, en hann er partur af þessu liði. Við getum gert miklu betur fram á við en við sýndum í þessum fyrri hálfleik."


Tuchel vildi ekki tjá sig mikið um titilbaráttuna en segir aðalástæðuna fyrir því að City sé með svona mikið forskot er af því liðið hefur komið vel undan Covid og meiðslum.

„Þetta snýst um skuldbindingu. Við erum svo sannarlega að reyna. Ef City vinnur tólf leiki í röð og við erum í veseni með meiðsli og Covid, þá er það ekki besti tíminn til að minnka bilið, en það er ástæðan fyrir bilinu er af því þeir eru að eiga betur við meiðsli og Covid," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner