Hugo Lloris, markvörður Tottenham, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á þessu tímabili. Margir eru á þeirri skoðun að tími hans hjá Tottenham sé kominn fram á síðasta söludag en sjálfsmark hans í dag ýtti enn frekar undir það.
Á 15. mínútu Norður-Lundúnaslagsins komst Bukayo Saka upp hægri vænginn.
Hann ákvað að koma boltanum fyrir markið og ætlaði Lloris að verjast því með að verja boltann frá en í staðinn varði hann boltann í eigið net og Arsenal komið í forystu. Það virðist sem svo að boltinn hafi farið af Ryan Sessegnon og í áttina að Lloris en viðbrögð markvarðarins sérstök.
Þetta var fyrsta sjálfsmarkið hans í ensku úrvalsdeildinni en það má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu sjálfsmark Lloris hér
Athugasemdir