Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Willum ekki með vegna tognunar - Frá í þrjár til fjórar vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var ekki með í leikmannahópi Birmingham sem lagði Swindon Town að velli í EFL Trophy bikarkeppni neðrideildaliða í gærkvöldi.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hjarta varnarinnar og stóð sig vel í 1-2 sigri sem fleytir Birmingham í 8-liða úrslitin.

Willum var ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik þegar hann kom inn af bekknum í sigri gegn Lincoln City í FA bikarnum.

Hann er tognaður og verður frá í þrjár til fjórar vikur sem er ákveðinn skellur fyrir Birmingham þar sem Willum er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

Willum er 26 ára gamall miðjumaður, sem getur einnig leikið úti á kanti, og er með þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Birmingham.
Athugasemdir
banner