Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. febrúar 2020 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimsækja Barcelona í dag: Ættum að vera í fallbaráttu
Mynd: Getty Images
Getafe hefur verið að gera frábæra hluti á tímabilinu og situr í þriðja sæti spænsku deildarinnar, með 42 stig eftir 23 umferðir.

Liðið er búið að vinna fjóra deildarleiki í röð og heimsækir Barcelona í dag. Barca situr í öðru sæti, sjö stigum fyrir ofan Getafe.

Jose Bordalas, þjálfari Getafe, er hissa á þessum árangri liðsins. Það þótti mikið til koma þegar hann stýrði Getafe í fimmta sæti deildarinnar í fyrra.

„Við erum lítið félag og getum ekki keypt leikmenn eins og aðrir. Við reyndum að fá leikmenn frá Leganes en gátum ekki boðið þeim nógu góðan samning. Við erum að tala um Leganes!" sagði Bordalas.

„Við gátum ekki fengið Dimitri Foulquier aftur því launin hans eru of há fyrir okkur. Hann endaði hjá Granada í janúarglugganum.

„Fólk er orðið vant því að sjá Getafe í efri hluta deildarinnar núna þrjú ár í röð. Þetta er mjög skrýtið og í raunveruleikanum ættum við að vera í fallbaráttu!"


Bordalas er 55 ára gamall og tók við Getafe í september 2016 eftir að hafa slegið í gegn við stjórnvölinn hjá Alaves.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner