Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 15. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórgóðar vörslur hjá fyrrum liðsfélögunum
Manchester United þurfti að sætta sig við jafntefli gegn fallbaráttuliði West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær.

West Brom tók forystuna snemma leiks þegar Mbaye Diagne skoraði með skalla. Man Utd jafnaði undir lok fyrri hálfleiks er Bruno Fernandes skoraði frábært mark.

United sótti mikið í seinni hálfleik en það voru heimamenn sem fengu líklega besta færið þegar Diagne komst einn á móti David de Gea, markverði United.

Harry Maguire, fyrirliði United, féll auðveldlega í jörðina og Diagne komst einn gegn De Gea. Spánverjinn, sem hefur fengið mikla gagnrýni undanförnu, gerði hins vegar frábærlega og bjargaði í tvígang.

De Gea átti flottan leik en kollegi hans hjá West Brom var ekki síður flottur. Sam Johnstone, sem var eitt sinn á mála hjá Man Utd, bjargaði meistaralega á síðustu stundu leiksins. Góður dagur hjá fyrrum liðsfélögunum.

Hérna má sjá vörslu De Gea og hérna má sjá magnaða vörslu Johnstone.
Athugasemdir
banner