Brighton vann frábæran 3-0 sigur á Chelsea í eina leik gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir.
Japaninn Kaoru Mitoma sýndi magnaða tækni til að skora fyrsta mark leiksins og er hann valinn sem besti leikmaður vallarins af fréttamanni Sky, með 9 í einkunn.
Hann fær sömu einkunn og liðsfélagi sinn Yankuba Minteh sem skoraði tvennu í sigrinum.
Flestir aðrir leikmenn Brighton liðsins fá ýmist 7 eða 8 fyrir sinn þátt í sigrinum að undanskildum varamönnunum sem fá allir 6 í einkunn.
Allir í liði Chelsea fá 5 í einkunn, nema táningurinn Tyrique George sem kom inn af bekknum.
Brighton: Verbruggen (8), Veltman (7), Van Hecke (7), Webster (7), Lamptey (7), Minteh (9), Baleba (8), Hinshelwood (8), Mitoma (9), Rutter (8), Welbeck (8).
Varamenn: Adingra (6), Ayari (6), Gomez (6), O'Riley (6), Joao Pedro (6).
Chelsea: Jorgensen (5), Gusto (5), Chalobah (5), Colwill (5), Cucurella (5), Caicedo (5), Fernandez (5), Madueke (5), Palmer (5), Neto (5), Nkunku (5).
Varamenn: Sancho (5), James (5), Dewsbury-Hall (5), George (6).
Athugasemdir