Konate til PSG - Wirtz til City eða Bayern - Nico Williams velur Barcelona
   lau 15. febrúar 2025 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA setur á laggirnar nýtt sumarmót í 4. flokki karla og kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gatorade-mótið er nýtt mót sem Knattspyrnufélag ÍA í samstarfi við Ölgerðina stendur fyrir í fyrsta skiptið sumarið 2025.

Mótið fer fram helgina 8.-10. ágúst sem er fyrsta helgin eftir verslunarmannahelgina og að loknu KSÍ fríi í Íslandsmótum yngri flokka. Mótið verður haldið fyrir yngra ár í 4. flokki karla og bæði árin í 4. flokki kvenna.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar um mótið

„Við hlökkum mikið til að taka á móti eldri krökkum hingað á Akranes en fólkið hér á Skaganum býr yfir mikilli reynslu í mótahaldi. Norðurálsmótið verður 40 ára í ár í júní og skemmtilegt að geta bætt við móti og tekið á móti eldri iðkenndum síðari hluta sumars í ágúst. Hér á Akranesi erum við heppinn með að geta boðið uppá alla aðstöðu og þjónustu við gesti mótsins á einum og sama blettinum. Nú getum við líka loksins haldið almennilegt ball en HúbbaBúbba hefur staðfest komu sína á mótið á laugardagskvöldinu. Við leggjum mikið upp úr frábærri umgjörð og að upplifun þátttakenda sé eftirminnileg - þetta verður HM 4.flokks á Íslandi,” segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri ÍA.


Athugasemdir
banner
banner
banner