Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   lau 15. febrúar 2025 15:46
Hafliði Breiðfjörð
Ný egypsk stjarna slær í gegn með City - þrenna í fyrri hálfleik
Omar Marmoush fagnar einu þriggja marka sinna í dag.
Omar Marmoush fagnar einu þriggja marka sinna í dag.
Mynd: EPA
Það er egypski framherjinn Omar Marmoush sem stelur öllum fyrirsögnunum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann skoraði öll þrjú mörk Manchester City sem leiðir 3-0 í stórleik gegn Newcastle United sem fer fram í Manchester.

Omar Marmoush er 26 ára gamall egypskur leikmaður sem kom til Man City frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi 23. janúar síðastliðinn.

Kaupverðið var 59 milljónir punda og tveimur dögum síðar spilaði hann gegn Chelsea.

Hann er egypskur landsliðsmaður og hefur skorað 6 mörk í 35 landsleikjum en með landsliðinu spilar hann með Mohamed Salah framherja Liverpool.

Hann kom fyrst til Þýskalands árið 2017 og gekk þá í raðir Wolfsburg en liðið lánaði hann tvívegis, til St. Pauli og Stuttgart áður en hann fór til Frankfurt 2023. Þar skoraði hann 20 mörk á fyrri hluta þessa tímabils áður en hann fór til City. Þetta er fimmti leikurinn hans með City og fyrstu þrjú mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner