Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 15. febrúar 2025 17:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Real missteig sig - Sjáðu rauða spjaldið á Bellingham
Bellingham gengur af velli
Bellingham gengur af velli
Mynd: EPA
Real Madrid missteig sig í titilbaráttunni á Spáni í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn Osasuna í dag.

Kylian Mbappe kom Real Madrid yfir eftir stundafjórðung þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Federico Valverde.

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Jude Bellingham rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Real Madrid fékk aukaspyrnu inn í sínum teig og í kjölfarið pirraðist Bellingham eitthvað á leikmanni Osasuna, hann beindi síðan reiðinni að dómaranum sem gaf honum umsvifalaust beint rautt spjald.

Vont versnaði fyrir Madrídar liðið í seinni hálfleik þegar Eduardo Camavinga gerðist brotlegur innan teigs. Ante Budimir tók vítið og skoraði og tryggði Osasuna jafntefli.

Atleteico og Barcelona eiga tækifæri á að komast á toppinn um helgina. Atletico er að spila geegn Celta Vigo þessa stundina og Barcelona mætir Rayo Vallecano á mánudaginn.

Sjáðu rauða spjaldið hér

Osasuna 1 - 1 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('15 )
1-1 Ante Budimir ('58 , víti)
Rautt spjald: Jude Bellingham, Real Madrid ('39)

Leganes 3 - 3 Alaves
1-0 Daniel Raba ('10 , víti)
1-1 Kike Garcia ('25 )
2-1 Daniel Raba ('37 , víti)
2-2 Joan Jordan ('50 , víti)
2-3 Joan Jordan ('68 )
3-3 Munir El Haddadi ('88 )
Rautt spjald: Munir El Haddadi, Leganes ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner