Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. mars 2023 09:45
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsvaktin
Í beinni - Landsliðshópurinn opinberaður í dag
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmaður hans, Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmaður hans, Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður landsliðshópur Íslands opinberaður fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM. Ekki er nákvæm tímasetning á því en búast má við hópnum fyrir hádegi.

Á morgun verður svo fjölmiðlaviðburður þar sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun svara spurningum varðandi hópinn og komandi verkefni.

Á fimmtudaginn í næstu viku, 23. mars, leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Meðan beðið er eftir því að hópurinn verði opinberaður hitar Fótbolti.net upp í lifandi uppfærslu og skoðar helstu mál í aðdraganda leikjanna
11:43
Takk fyrir að fylgjast með!
Þó þessari textalýsingu sé lokið þá höldum við auðvitað áfram að fjalla ítarlega um landsliðið frá ýmsum hliðum.

Leikirnir:

Fimmtudagur 23. mars kl. 19:45 (ísl. tími)
Bilino Polje Stadium, Zenica
Bosnía-Hersegóvína – Ísland

Sunnudagur 26. mars kl. 16:00 (ísl. tími)
Rheinpark Stadion, Vaduz
Liechtenstein – Ísland

Eyða Breyta
11:36
U21 landsliðshópur einnig opinberaður


Eyða Breyta
11:35



Eyða Breyta
11:32


Eyða Breyta
11:30


Eyða Breyta
11:30
Viðtöl við Arnar á morgun
Arnar Þór Viðarsson svarar spurningum á fjölmiðlaviðburði sem verður á morgun. Kvótin hér að neðan eru frá samskiptadeild KSÍ. Hverjar eru forsendurnar sem Albert Guðmundsson vill ekki ganga að? Við komumst mögulega að því á morgun!

Eyða Breyta
11:24
Skoðum hópinn nánar
Það vekur athygli að enginn Birkir Bjarnason er í hópnum. Sverrir Ingi Ingason gæti spilað sinn fyrsta keppnisleik í tvö ár og þá er Sævar Atli Magnússon í fyrsta sinn í A-landsliðinu í alþjóðlegum landsleikjaglugga.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum eins og greint var frá í gær og þá er Valgeir Lunddal Friðriksson, sem varð sænskur meistari með Häcken á síðasta tímabili, ekki í hópnum.

Landsliðsþjálfarinn tilkynnti þá að fimm leikmenn væru til vara. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem hefur verið fastamaður í hópnum að undanförnu, er þar á meðal.




Eyða Breyta
11:18
Setjum allan fókus og orku í Bosníu
Loks að komandi verkefni. Hverju megum við búast við?

„Við viljum auðvitað taka sem flest stig í þessum glugga, eins og öllum gluggum. Leikurinn í Bosníu verður hörkuleikur. Við eigum að vinna Liechtenstein og ætlum að gera það, en það má samt ekki vanmeta nein lið og taka því sem sjálfsögðum hlut að menn vinni án þess að þurfa að hafa fyrir því, þá getur farið illa. Bosnía er allt annað dæmi, þetta er hörkulið sem vann sinn riðil í Þjóðadeildinni á síðasta ári, og með hörku mannskap, það má ekki gleyma því. Góð frammistaða í þeim leik getur skilað okkur stigi eða stigum. Við byrjum í Bosníu og setjum allan fókus og alla orku í þann leik til að byrja með," segir Arnar Þór Viðarsson.

Eyða Breyta
11:17
Margir að spila mikið, spila vel og njóta sín
Ef við ræðum nú aðeins þá sem eru í hópnum, þá eru margir af þeim leikmönnum að spila vel með sínum félagsliðum. Það hlýtur að gleðja landsliðsþjálfarann?

„Svo sannarlega. Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessum hópi í komandi verkefni," segir Arnar Þór Viðarsson.

Eyða Breyta
11:15
Birkir Bjarnason er EKKI í hópnum


Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi er ekki í hópnum. Hvers vegna?

„Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma. Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni. Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin," segir Arnar Þór.

Eyða Breyta
11:14
Arnar: Albert ekki tilbúinn að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins


Albert Guðmundsson hefur verið að spila vel á Ítalíu. Hann er ekki í hópnum að þessu sinni. Ræddirðu við Albert?

„Ég hringdi í Albert og við ræddum saman. Niðurstaðan er sú að ég vel hann ekki að þessu sinni. Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins. Þessar forsendur eru þær sömu fyrir alla leikmenn, hvort sem þú ert 19 ára eða 34 ára. Það er fullt af leikmönnum með mikla hæfileika í þessum landsliðshópi. Akkúrat núna er marsverkefnið okkar framundan, ný undankeppni að byrja, og þá er mikilvægt að vera með fókus á það verkefni og þann hóp sem við erum með. Það ætlum við að gera, ég og þjálfarateymið, starfsliðið og leikmennirnir, allir saman sem eitt lið," segir Arnar Þór Viðarsson við heimasíðu KSÍ.



Eyða Breyta
11:11
STAÐFESTUR HÓPUR
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk
Aron Elís Þrándarson - OB Odense - 17 leikir, 1 mark
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - FC Twente - 14 leikir
Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Copenhagen - 17 leikir, 3 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen - 7 leikir
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 10 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley FC - 82 leikir, 8 mörk
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 63 leikir, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK - 2 leikir

Leikmenn til vara:
Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark
Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir
Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir
Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur
Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk

Eyða Breyta
11:08
Rúnar Alex fær hlutverkið sem hann hefur beðið eftir mjög lengi


Fastlega má gera ráð fyrir því að Rúnar Alex Rúnarsson fái áfram traustið sem aðalmarkvörður. Þetta verður fyrsta undankeppni hans sem aðalmarkvörður. Hannes Þór Halldórsson byrjaði síðustu undankeppni og Elías Rafn Ólafsson tók síðan stöðuna en meiddist og Rúnar Alex kom inn.

„Hann er núna fyrst að vera númer eitt eftir að Hannes hættir. Rúnar hefur verið fínn í Tyrklandi miðað við það sem maður hefur lesið. Á meðan lendir Elías í þessum leiðinlegu meiðslum á síðasta ári, hann missir af æfingaleikjum og svo Þjóðadeildinni. Rúnar Alex hefur verið flottur og ekki verið ástæða fyrir Arnar að breyta enda Elías ekki komist aftur í liðið hjá Midtjylland," segir Sæbjörn Steinke í Innkastinu.

Rúnar Alex er 28 ára og hefur leikið 20 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta leik 2017. Hann spilar fyrir Alanyaspor, á lánssamningi frá Arsenal.

„Rúnar er nútímalegur markvörður sem er góður í fótunum og góður að spila. Hvort sem Rúnar eða Elías verður í marki þá erum við í góðum málum þar," segir Ejub Purisevic sem er sérstakur gestur þáttarins.

Eyða Breyta
11:03
Fylgdu Fótbolta.net á Instagram - Bak við tjöldin í Bosníu
Á Instagram Fótbolta.net er verið að hita upp fyrir Bestu deildina og þá verður hægt að fylgjast með bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu sem er að fara í þessa leiki leiki í Bosníu og Liechtenstein.



Eyða Breyta
10:55
Hópurinn opinberaður á næsta klukkutímanum
Ekki er gefin út nákvæm tímasetning á því hvenær KSÍ opinberar landsliðshópnum en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net má búast við honum fyrir hádegi. Á morgun verður svo fjölmiðlaviðburður þar sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun svara spurningum varðandi hópinn og komandi verkefni.

Eyða Breyta
10:53
Án fyrirliðans í Bosníu


Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði verður í leikbanni gegn Bosníu, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Albaníu í fyrra.

„Þetta rauða spjald er mjög dýrt, að missa þessa reynslu út. Öllum samherjum hans á vellinum líður betur að hafa hann með. Hann myndi hjálpa mikið við þessar aðstæður, hvort sem það væri sem miðvörður eða aftastur á miðjunni," segir Ejub Purisevic.

Eins og rætt er um í Innkastinu er nokkur óvissa á miðsvæði íslenska liðsins. Ísak Bergmann Jóhannesson fær afar fáar mínútur hjá FCK og Birkir Bjarnason hefur ekki verið að spila eftir jarðskjálftana í Tyrklandi.

„Hann verður í hópnum en spurning hvernig leikformið er á honum. Manni hefur fundist vera að hægjast á honum í síðustu landsleikjum. Það kemur í ljós hvort hann verði í byrjunarliðinu eða ekki en eins og ég sé þetta þá mun hann byrja á bekknum," segir Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net en hann setti í síðustu viku saman mögulegt byrjunarlið Íslands.

Eyða Breyta
10:45
Ísland komið lengra en Bosnía í þvi að búa til lið


„Portúgal er í sérflokki en svo eru þessi þrjú lið; Ísland, Bosnía og Slóvakía. Þetta verður jafnt og barátta til enda um annað sætið," segir Ejub Purisevic í Innkastinu um komandi undankeppni EM. Ejub telur íslenska liðið hafa verið ansi heppið með drátt en tvö efstu liðin komast beint á EM.

„Það er mjög gott að fá inn þessa leikmenn sem eru með reynslu og eru bara góðir í fótbolta, eins og Jóa og Alfreð. Svo eru yngri leikmenn sem hafa staðið sig vel," segir Ejub.

„Það er búið að búa til nýtt lið og miðað við hvað hefur gengið á undanfarið erum við ekki á svo slæmum stað. Við getum mögulega skilið þessi vandamál sem við höfum gengið í gegnum eftir núna og byrjað upp á nýtt."

Sanngjörn krafa að stefna á annað sætið
Ísland hefur gengið í gegnum erfiðleika síðustu ár en Ejub telur að nú sé lag að fara að gera góða hluti á ný.

„Ef það nást góð úrslit í Bosníu held ég að stemningin sé fljót að koma aftur og auðveldara að byggja enn frekar ofan á. Ég held að mestu erfiðleikarnir séu að baki og ekkert annað í stöðunni en að setja stefnuna á annað sætið, mér finnst það sanngjörn krafa miðað við riðilinn," segir Ejub.

Bosnía er með nýjan þjálfara sem tók við í janúar, Faruk Hadzibegic.

„Það hefur verið rosalega mikill óstöðugleiki hjá landsliði Bosníu undanfarin ár, ég held að þetta sé fimmti þjálfarinn á sex til sjö árum. Það er erfitt að ná árangri þegar alltaf er verið að gera breytingar. Þeir telja sig heppna með riðil og telja sig geta náð öðru sætinu. Ég held því samt fram að Ísland sé komið lengra en Bosnía í því að búa til lið."

Eyða Breyta
10:41
Tími og krafa á árangur
„Við leyfum okkur að dreyma (um að komast á EM) en eigum ekki að hafa raunhæfar væntingar nema þetta lið sýni okkur að það getur unnið eitthvað annað en Liechtenstein. Ég er ekki að vera leiðinlegur, ég er bara að vitna í það sem hefur gerst," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar var rætt um landsliðið og möguleika Íslands á að komast á EM í Þýskalandi 2024.

„Að því sögðu er ekki amalegt að fá Aron Einar, Jóa Berg og Alfreð Finnboga aftur inn í fótboltaliðið. Við erum allt í einu með framherja, Alfreð. Sverrir Ingi er að spila hörkuvel í Grikklandi og Hörður Björgvin kominn aftur. Það er allt lagt upp núna."

Einu sigrar Íslands í mótsleikjum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar hafa komið gegn Liechtenstein, en sigrar hafa unnist gegn Venesúela, Færeyjum og San Marínó í vináttulandsleikjum.

„Eins og Vanda sagði; nú er stefnumótunin búin, æfingaglugginn er búinn og Arnar þarf núna árangur. Grjóthart að mæta í stúkuna á Ísafirði og bara 'kallinn minn, nú eru það úrslit'," segir Tómas og vitnar í ávarp Vöndu Sigurgeirsdóttur á ársþingi KSÍ nýlega:



„A landslið karla er búið að vera í ákveðinni endurnýjun og uppbyggingarfasa. Framfarir voru á síðasta ári en núna er kominn tími og krafa á árangur. Þjálfararnir, teymið í kringum liðið og leikmennirnir sjálfir eru örugglega á sama máli," sagði Vanda í ávarpinu.

Í útvarpsþættinum var talað um að allt undir fjórum stigum í komandi landsleikjaglugga væru vonbrigði þar sem ganga mætti að því vísu að við vinnum Liechtenstein.

Eyða Breyta
10:34
Alfreð Finnbogason:


„Það eru bara virki­lega spennandi tímar fram undan hjá lands­liðinu, auð­vitað er mikill munur á yngstu og elstu leik­mönnum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hlutir gerist. Ég er mjög spenntur fyrir næstu lands­leikjum sem og lands­leikja­árinu framundan," sagði Alfreð Finnbogason í viðtali við Fréttablaðið. Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir undanfarin ár en þessi 34 ára framherji er kominn á gott ról með Lyngby í Danmörku.

„Það eru mögu­leikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undan­keppni og þetta mun ráðast á smá­at­riðum, eitt mark til eða frá í mikil­vægum leikjum getur orðið rosa­lega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrsti leikur í keppninni gríðar­lega mikil­vægur, án þess þó að ég sé að ýkja það eitt­hvað rosa­lega mikið."

Eyða Breyta
10:31
Hópar Bosníu og Liechtenstein
Komandi andstæðingar Íslands hafa þegar opinberað sína hópa. Hér má sjá landsliðshóp Bosníu en þar er sóknarmaðurinn góðkunni Edin Dzeko meðal leikmanna. Bráðabirgðaþjálfari Liechtenstein tilkynnti hópinn sinn í gær.

Eyða Breyta
10:26
Vallaraðstæður í Zenica
Í upphafi mánaðarins var fjallað um vallaraðstæður í Zenica í Bosníu. Það var ekkert hugsað um leikvanginn í Bosníu í einhverja mánuði.

„Þeir eru með verktaka sem sjá um völlinn almennt en hafa verið í launadeilum við bosníska félagið eða sambandið um greiðslur að sinna þessum verkefnum og því var ekkert unnið í vellinum," sagði Magnús Valur Böðvarsson, sérfræðingur í grasvöllum.

Þær launadeilur leystust og byrjað var að vinna í vellinum.

„Einnig er byrjað að hlýna í Evrópu og því ekkert víst að völlurinn verði eitthvað skelfilegur. Þó það sé alveg góðar líkur á að hann verði ekki upp á marga fiska."


Mynd sem var tekin um síðustu mánaðamót

Eyða Breyta
10:13
Nýr hlaðvarpsþáttur kom inn í gær
Gestur var enginn annar en Ejub Purisevic. Ekki töluð vitleysan þar og ýmislegt áhugavert sem Ejub sagði.



Eyða Breyta
10:10
Undirbúningurinn verður tekinn í München
Íslenska landsliðið mun koma saman í München í Þýskalandi nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Bosníu. Þar mun liðið taka tvær æfingar á æfingasvæði stórliðsins Bayern München og einnig æfa á öðrum æfingavöllum í borginni.

Gestaliðið á rétt á að æfa í klukkustund á keppnisvellinum daginn fyrir leik, miðvikudaginn 22. mars, en Ísland ætlar ekki að nýta sér það í Bosníu. Þess í stað verður æft á æfingasvæði Bayern Munchen í Þýskalandi í hádeginu daginn fyrir leik og svo flogið til Sarajevo.

Ísland mun því ekki eyða miklum tíma í Bosníu.


Sadio Mane á æfingasvæði Bayern München

Eyða Breyta
10:03
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Bosníu
Sæbjörn Steinke skrifar:
Í markinu verður Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað vel heilt yfir í Tyrklandi. Hann hafði átt frekar erfiða þrjá leiki áður en hann lokaði rammanum gegn Istanbul Basaksehir fyrir helgi.

Frá síðasta keppnisleik snýr að öllum líkindum Sverrir Ingi Ingason aftur í íslenska hópinn og leysir Aron Einar af í miðverðinum. Það verður fróðlegt að sjá hver verður við hlið hans en líklegast er þó að Hörður Björgvin Magnússon, sem einnig hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar, verði við hlið Sverris. Ef svo verður þá er líklegast að Davíð Kristján Ólafsson komi inn í vinstri bakvörðinn.

Hægri bakvarðarstaðan er stærra spurningarmerki. Ég gæti séð lausnina verða þá að Alfons verði í bakverðinum og Guðlaugur verði í hlutverki djúps miðjumanns, staða sem hann hefur leyst á sínum ferli.

Ef Arnar Þór Viðarsson heldur sig við 4-1-4-1 kerfið sitt þá verða Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson úti á köntunum. Hinn funheiti Hákon Arnar Haraldsson verður annar af miðjumönnunum.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur nær allan sinn feril spilað á hægri kantinum en hefur í undanförnum leikjum spilað talsvert miðsvæðis hjá Burnley og gæti leyst þá stöðu í landsliðinu. Stefán Teitur Þórðarson og Þórir Jóhann Helgason gera einnig tilkall inn á miðsvæðinu. Fremstur hlýtur svo að verða Alfreð Finnbogason sem hefur spilað vel eftir meiðsli.

Lestu pistilinn í heild sinni



Eyða Breyta
09:56
En hvernig má búast við því að hópurinn verði?
Í síðustu viku þá setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman hópinn eins og hann býst við því að hann verði.

Rúnar Alex, Elías og Patrik markverðir.

Sverrir Ingi, Hörður Björgvin, Alfons, Davíð Kristján, Valgeir Lunddal, Daníel Leó, Aron Einar (í banni gegn Bosníu) og Guðlaugur Victor eru varnarmenn.

Jóhann Berg, Hákon Arnar, Ísak Bergmann, Bikir Bjarna, Stefán Teitur, Mikael Anderson, Þórir Jóhann og Mikael Egill miðjumenn.

Alfreð Finnboga, Andri Lucas, Arnór Sig og Jón Dagur sóknarmenn.

Hér má sjá hugleiðingar Sæbjörns en þar fer hann meðal annars yfir leikmenn sem eru að banka á dyrnar.

Eyða Breyta
09:48
Albert EKKI í hópnum


Byrjum á því að koma frá því sem allir eru ræða um.

Albert Guðmundsson verður ekki í íslenska landsliðshópnum sem opinberaður verður á eftir en vinir okkar á 433.is greindu frá þessu.

Í gær var sagt frá því í Innkastinu hér á Fótbolti.net að sú saga væri að ganga að Albert yrði ekki í hópnum þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi slegið á þráðinn til hans.

Ekki er vitað hvort Albert hafi hreinlega afþakkað sæti en allavega virðist vera að ósætti sé enn til staðar milli hans og Arnars.

Eyða Breyta
09:45
Góðan og gleðilegan daginn
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun í dag opinbera landsliðshóp Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM, gegn Bosníu/Hersegóvínu og Liechtenstein sem verða 23. og 26. mars.

Við byrjum þessa undankeppni á sannkölluðum lykilleik í borginni Zenica í Bosníu. Það er líklegt að Ísland og Bosnía berjist við Slóvakíu um annað sætið í riðlinum. Við gerum ráð fyrir því að Cristiano Ronaldo og Portúgal vinni riðilinn nokkuð örugglega en tvö efstu liðin fara beint á EM.

Meðan við bíðum eftir því að hópurinn verði opinberaður þá hitum við upp og skoðum helstu fréttirnar í aðdraganda þessara leikja.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner