fim 15. apríl 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Messi aðstoðaði við að tryggja 50 þúsund skammta af bóluefni
Lionel Messi aðstoðaði við að tryggja 50 þúsund skammta af bóluefni frá Kína sem notaðir verða fyrir leikmenn í Suður-Ameríku keppninni, Copa America, í sumar.

Samningar náðust við kínverska lyfjafyrirtækið Sinovac eftir að Messi gaf fyrirtækinu þrjár áritaðar Barcelona treyjur.

Stefnan er að bólusetja meðal annars alla leikmenn í efstu deild argentínsku deildarinnar.

Forseti Úrúgvæ hefur sett spurningamerki við þetta samkomulag en Úrúgvæ er með hæsta hlutfall af nýjum Covid-19 tilfellum í heiminum.

Copa America mun fara fram í Argentínu og Kólumbíu frá 13. júní til 10. júlí en keppninni var aflýst í fyrra vegna heimsfaraldursins.


Athugasemdir
banner