Stuðningsmannahópur Fram, Geiramenn, ætla að hita upp fyrir leik Fram og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld.
Framarar hvetja alla, bæði unga sem aldna, að fjölmenna á Bar 8 en dagskráin þar hefst klukkan 18:00. Bar 8 er staðsettur í Framheimilinu í Úlfarsárdal.
Íþróttafréttamaðurinn og Framarinn mikli, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, verður með spurningakeppni um þessi sögufrægu lið sem mætast á Lambhagavellinum.
Framborgarinn verður á sínum stað og fljótandi veitingar ásamt frábærri upphitun fyrir leikinn sjálfan sem hefst klukkan 19:15.
Framarar unnu Vestra í fyrstu umferðinni, 2-0, á meðan Víkingur vann Stjörnuna með sömu markatölu. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar.
Athugasemdir