Annað kvöld mætast Real Madrid og Arsenal í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal vann frækinn 3-0 sigur í fyrri leiknum.
Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, mætti borubrattur á fréttamannafund í tilefni leiksins í dag. Hann segist hafa fulla trú á því að Real Madrid geti snúið stöðunni við.
Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, mætti borubrattur á fréttamannafund í tilefni leiksins í dag. Hann segist hafa fulla trú á því að Real Madrid geti snúið stöðunni við.
„Þetta kvöld er gert fyrir Real Madrid. Það er hægt að skapa kvöld sem fer í sögubökubækurnar," segir Bellingham
Real Madrid hefur aldrei frá stofnun Meistaradeildarinnar náð að snúa svona stöðu við en Bellingham segir að einhvern tímann sé allt fyrst.
„Það er ekki margt sem hægt er að afreka með Real Madrid í þessari keppni sem ekki hefur verið gert áður. Á morgun er tækifæri til að gera eitthvað í fyrsta sinn."
Athugasemdir