Besta deild kvenna er farin af stað en Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu á flugeldasýningu. Þá vann Þróttur nýliða Fram.
Samantha Smith byrjaði af krafti í kvöld. Hún kom Breiðabliki yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik.
Hún fékk sendingu inn á teiginn frá Heiðu Ragney og skoraði af öryggi. Samantha bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hún tók skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu.
Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir þriðja mark Breiðabliks. Í kjölfarið kom svo fjórða markið þegar Agla María Albertsdóttir skoraði úr þröngu færi. Eftir rúmlega hálftíma leik var Berglind Björg óvölduð inn á teignum og skoraði sitt annað mark og fimmta mark Breiðabliks.
Áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks tókst Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur að klóra í bakkann fyrir Stjörnuna. Blikar voru ekki hættir því Karitas Tómasdóttir skoraði sjötta og síðasta mark leiksins með góðu skoti í samskeytin.
Þróttur var með yfirburði í upphafi leiks gegn Fram. Freyja Karín Þorvarðardóttir braut ísinn og bætti öðru marki við undir lok fyrri hálfleiks þegar hún slapp ein í gegn.
Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma skoraði Murielle Tiernan fyrir Fram og setti spennu í leikinn. En það var hins vegar Þórdís Elva Ágústsdóttir sem innsiglaði sigur Þróttar þegar hún setti boltann í tómt markið.
Breiðablik 6 - 1 Stjarnan
1-0 Samantha Rose Smith ('3 )
2-0 Samantha Rose Smith ('15 )
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('20 )
4-0 Agla María Albertsdóttir ('26 )
5-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('33 )
5-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('38 )
6-1 Karitas Tómasdóttir ('77 )
Lestu um leikinn
Þróttur R. 3 - 1 Fram
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('26 )
2-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('45 )
2-1 Murielle Tiernan ('74 )
3-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('93 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 1 | 1 | 0 | 0 | 6 - 1 | +5 | 3 |
2. Þróttur R. | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
3. FH | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
4. FHL | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
5. Tindastóll | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
6. Valur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
7. Víkingur R. | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
8. Þór/KA | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
9. Fram | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |
10. Stjarnan | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir