Aston Villa er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir frábæran sigur gegn PSG á Villa Park í kvöld. Ezri Konsa skoraði þriðja markið í 3-2 sigri en PSG fer áfram eftir 5-4 stigur samanlagt.
„Mjög stoltur af strákunum og því sem við gerðum í kvöld. Fyrstu tvö mörkin drápu okkur en við sýndum mikla trú og karakter að komast aftur inn í leikinn. Við unnum seinni leikinn en það var ekki nóg," sagði Konsa.
Aston Villa ætlar sér að keppa í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm efstu liðin í úrvalsdeildinni komast í keppnina á næstu leiktíð en Villa er í 7. sæti, stigi á eftir Man City sem er í 5. sæti þegar sex umferðir eru eftir.
„Okkur fannst við ekki hafa neinu að tapa. Við vildum fara út og sanna okkur. Við fengum tækifæri, ég skoraði erfiðasta markið. Við gátum ekki gert meira. Donnarumma varði nokkrum sinnum stórkostlega. Við sýndum í kvöld að við getum barist á stærsta sviðinu og við viljum gera það aftur."
Athugasemdir