Það er fjörugur leikur í gangi á Villa Park þar sem Aston Villa og PSG eigast við í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Aston Villa var með bakið upp við vegg fyrir leikinn eftir 3-1 tap í Frakklandi.
Aston Villa var með bakið upp við vegg fyrir leikinn eftir 3-1 tap í Frakklandi.
PSG náði tveggja marka forystu með mörkum frá bakvörðunum Achraf Hakimi og Nuno Mendes. Yuri Tielemans minnkaði muninn fyrir lok fyrri háfleiks.
Aston Villa hefur byrjað leikinn af krafti því John McGinn skoraði stórkostlegt mark eftir tíu mínútna leik. Hann fékk boltann fyrir aftan miðju og brunaði upp völlinn, hann endaði með því að skjóta fyrir utan teig og skoraði stórkostlegt mark. Aðeins þremur mínútum síðar bætti Ezri Konsa við marki eftir sendingu frá Marcus Rashford. Staðan er því 5-4 PSG í vil þegar hálftími er til loka venjulegs leiktíma.
PSG hefur verið í algjörri nauðvörn í seinni hálfleik en Gianluigi Donnarumma hefur komið í veg fyrir tvö mörk hjá Villa með stórkostlegum vörslum.
Sjáðu markið hjá McGinn
Sjáðu markið hjá Konsa
Athugasemdir