Paul Pogba er með hugann við það að snúa aftur í fótboltann fyrir næsta tímabil.
Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports, segir frá því að Pogba sé að æfa í Miami í Bandaríkjunum og hann sé staðráðinn í að finna sér nýtt félag fyrir næsta tímabil. Hann ætlar að eiga sterka endurkomu á næsta tímabili.
Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports, segir frá því að Pogba sé að æfa í Miami í Bandaríkjunum og hann sé staðráðinn í að finna sér nýtt félag fyrir næsta tímabil. Hann ætlar að eiga sterka endurkomu á næsta tímabili.
Pogba er að skoða sína möguleika um þessar mundir og gerir hann sér enn vonir um að spila í einni af stærstu deildum Evrópu. Það er þó einnig möguleiki að hann fari til annað hvort Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu.
Pogba er búinn að taka út langt leikbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi og er án félags sem stendur.
Pogba, sem er nýlega búinn að eiga 32 ára afmæli, var á sínum tíma talinn efnilegasti miðjumaður Evrópu en dalaði eftir mikil meiðslavandræði þegar hann var hjá Manchester United.
Athugasemdir