Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Viljum að hann verði hérna að eilífu"
Mynd: EPA
Tony Khan, varaformaður Fulham, segist vonast til að halda Marco Silva, stjóra liðsins, að eilífu.

Liðið hefur verið að gera góða hluti í úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið situr í 9. sæti. Shahid Khan, faðir Tony, er eigandi Fulham.

„Marco er gríðarlega mikilvægur fyrir Fulham. Hann er stórkostleg manneskja og er svo mikilvægur fyrir félagið," sagði Khan.

„Hann er í góðu sambandi við föður minn og mig og okkur þykir svo vænt um hann og viljum að hann verði hjá Fulham að eilífu. Hann er risastór partur af því sem er í gangi."
Athugasemdir
banner
banner