Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. maí 2019 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 3. umferð: Ein besta frammistaða mín á ferlinum
Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Birta Guðlaugsdóttir.
Birta Guðlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir 1-0 tap Stjörnunnar gegn Val í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna var markvörður Stjörnunnar Birta Guðlaugsdóttir valin leikmaður leiksins í þeim leik. Fyrir hennar frammistöðu í leiknum var hún einnig valin leikmaður umferðarinnar.

Þessi ungi og efnilegi markvörður sem er fædd árið 2001 hefur byrjað tímabilið vel með Stjörnunni. Hún hélt hreinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og átti síðan frábæran leik gegn Val í gærkvöldi.

„Leikurinn var erfiður en við stóðum okkur alveg vel varnarlega séð. Sóknarlega vantaði mikið uppá," sagði markvörðurinn ungi sem var hrikalega ánægð með sína frammistöðu.

„Mín frammistaða var sennilega ein sú besta held ég á ferlinum mínum. Ég var alveg þreytt eftir leikinn sem ég vanalega er alls ekki," sagði Birta sem lýsir því ágætlega hversu mikið var að gera hjá henni í markinu.

Birta lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Víkingi Ólafsvík sumarið 2016 í 1. deildinni. Hún lék með liðinu tvö tímabil og gekk síðan í raðir Stjörnunnar í fyrra þar sem hún lék með 2. flokki félagsins.

Fyrstu leikirnir á þessu tímabili eru því hennar fyrstu í efstu deild.

„Reynslan hjá Víkingi Ólafsvík hjálpaði mér mest með það að undirbúa mig undir erfið verkefni þar sem ég var sett í byrjunarlið 1. deildar 15 ára gömul."

„Framtíðar markmið mitt er mest megnis bara að halda áfram að standa mig eins vel og ég get," sagði þessi hógværi efnilegi markvörður sem er ánægð með byrjunina á tímabilinu hjá Stjörnunni.

„Ég er frekar ánægð með byrjunina okkar. Þótt við töpuðum á móti Val þá áttum við hörku leik við sterkt lið og eigum bara bjart sumar frammi fyrir okkur."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner