Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varane og Sancho til Man Utd - Salah til PSG ef Mbappe fer?
Powerade
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: EPA
Raphael Varane
Raphael Varane
Mynd: EPA
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: EPA
Tom Heaton
Tom Heaton
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Laugardagsslúðrið er í boði Powerade og tekið saman af BBC. Þetta er það helsta í slúðurheimum:



Heimildamenn í nánum tengslum við Jadon Sancho (21) hafa mikla trú á því að hann fari til Manchester United frá Dortmund í sumar. Búast má við 75 milljóna punda tilboði í enska kantmanninn frá United. (Eurosport)

Manchester United gæti notað Jesse Lingard (28) í kaupunum á Sancho sem hluta af kaupverðinu. (Sun)

PSG er með Mo Salah (28) á lista ef Kylian Mbappe (22) fer frá félaginu. (ESPN)

Manchester United er í viðræðum við Raphael Varane (28) miðvörð Real Madrid. (MEN)

Búast má við 40 milljóna punda tilboði frá United í Varane í sumar. (Mirror)

Oliver Mintzlaff, yfirmaður hjá RB Leipzig, hefur staðfest að Ibrahima Konate (21) sé með riftunarákvæði í samningi sínum. Liverpool er talið vera með Konate á lista hjá sér. Ákvæðið er talið vera í kringum 34 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Manchester City hefur verið í sambandi við Sporting vegna Nuno Mendes (18) sem metinn er á 52 milljónir punda. Mendes er bakvörður. (Mail)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, má velja hvort hann kaupi Erling Braut Haaland (20) eða Romelu Lukaku (28) í sumar. (Express)

Barcelona er með Haaland á forgangslista, ofar í forgangi heldur en að framlengja við Lionel Messi (33). (Sun)

Christian Pulisic (22) segir ekkert til í því að hann gæti farið frá Chelsea í sumar. (ESPN)

Southampton undirbýr 20 milljóna punda tilboð í Ruben Loftus-Cheek (25) miðjumann Chelsea. (Express)

Leicester er nálægt því að kaupa Boubakary Soumare (22) frá Lille. Miðjumaðurinn kostar 20 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Arsenal ætlar ekki að framlengja lánssamninginn við Dani Ceballos (24) (Independent)

Arsenal leitar að styrkingu í fimm stöður í sumar. Yves Bissouma (24) og Sander Berge (23) eru á lista. (Football.London)

Tottenam ætlar að krækja í Joachim Andersen (24) sem er á láni hjá Fulham frá Lyon. Andersen vill vera áfram í úrvalsdeildinni og kostar um 20 milljónir punda. (Standard & Sky Sports)

Philippe Coutinho (28) og Samuel Umtiti (27) gætu yfirgefið Barcelona í sumar. (Mundo Deportivo)

Sergio Aguero (32) er nálægt því að semja við Barcelona en hann fer frá Man City á frjálsri sölu í sumar. Aguero mun taka á sig umtalsverða launalækkun. (Sun)

Tom Heaton (35) hefur neitað nýjum samningi hjá Aston Villa og er búinn að ná munnlegu samkomulagi um að ganga í raðir Manchester United. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner