Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 15. maí 2023 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Albert fékk far heim með stuðningsmanni og gaf honum treyju
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson hefur verið frábær með Genoa í ítölsku B-deildinni og átti lykilþátt í að tryggja liðinu sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð.


Albert, sem verður 26 ára í sumar, hefur verið sérstaklega öflugur á seinni hluta tímabilsins þar sem hann er kominn með níu mörk og þrjár stoðsendingar í síðustu tuttugu leikjum.

Albert er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Genoa og var einn þeirra gríðarlega sáttur með að fá að skutla Alberti heim eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild með 2-1 sigri gegn Ascoli.

Albert tók þátt í fagnaðarlátunum eftir sigurinn og þegar var kominn tími til að fara heim spurði einn stuðningsmaðurinn hvort Alberti vantaði ekki að fá far.

„Ok, do you have a helmet?" svaraði Albert og hoppaði aftan á nútímalega vespu, sem er gríðarlega vinsælt farartæki á Ítalíu.

Stuðningsmaðurinn viðurkenndi að hann hafi spurt Albert í gríni og ekki búist við jákvæðu svari frá leikmanninum, og birti mynd á Instagram til að þakka fyrir sig.

Á leiðinni heim til Alberts spjölluðu þeir félagarnir um lífið í Genúa og muninn á tilfinningum leikmanna og stuðningsmanna við að fara upp um deild. Þegar heim til Alberts var komið bað Albert um 'sjálfu' með stuðningsmanninum, sem hann birti svo í Instagram Story hjá sér.

Albert gaf stuðningsmanninum að lokum Genoa treyju af sér til að þakka honum fyrir farið.


Athugasemdir
banner
banner