Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 15. maí 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
Birta var á skotskónum í kvöld.
Birta var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn ágætur. Þetta var vissulega ekki okkar besti leikur en það var gott að ná að klára þetta," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Birta skoraði fyrra mark Blika í kvöld og gerði það vel.

„Ég vissi allan tímann þegar boltinn var fyrir framan mig að ég var að fara að setja hann í netið, vissi það allan tímann. Tinna ver vel beint út í teiginn og hann dettur fyrir mig. Um leið og hann datt fyrir mig, þá vissi ég að ég væri að fara setja hann."

Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina, þær hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt mark. Draumabyrjun?

„Jú algjörlega, góð byrjun. En það þýðir ekkert að hætta núna. Við þurfum bara að gefa í og halda áfram."

Birta hefur verið í fantaformi í öflugri sóknarlínu Breiðabliks en hún er búin að skora þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum

„Fyrir fyrsta leik sneri ég aðeins ökklann en ég er komin núna á fullt eftir það og held bara áfram að gera mitt besta," segir Birta en það voru miklar breytingar á Blikaliðinu í vetur og í kringum liðið. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fíla Nik (Chamberlain) og Eddu (Garðarsdóttur) ógeðslega vel og þau eru að gera góða hluti. Við höfum allar óbilandi trú á þeim. Við erum með frábæran hóp og þau kunna að stilla þessu upp. Stelpurnar eru geggjaðar og þetta verður geggjað sumar."

Valur er líka með fullt hús stiga og það stefnir í spennandi sumar. „Ég hef fulla trú á því að við förum alla leið í ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner