Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 15. maí 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
Birta var á skotskónum í kvöld.
Birta var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn ágætur. Þetta var vissulega ekki okkar besti leikur en það var gott að ná að klára þetta," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Birta skoraði fyrra mark Blika í kvöld og gerði það vel.

„Ég vissi allan tímann þegar boltinn var fyrir framan mig að ég var að fara að setja hann í netið, vissi það allan tímann. Tinna ver vel beint út í teiginn og hann dettur fyrir mig. Um leið og hann datt fyrir mig, þá vissi ég að ég væri að fara setja hann."

Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina, þær hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt mark. Draumabyrjun?

„Jú algjörlega, góð byrjun. En það þýðir ekkert að hætta núna. Við þurfum bara að gefa í og halda áfram."

Birta hefur verið í fantaformi í öflugri sóknarlínu Breiðabliks en hún er búin að skora þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum

„Fyrir fyrsta leik sneri ég aðeins ökklann en ég er komin núna á fullt eftir það og held bara áfram að gera mitt besta," segir Birta en það voru miklar breytingar á Blikaliðinu í vetur og í kringum liðið. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fíla Nik (Chamberlain) og Eddu (Garðarsdóttur) ógeðslega vel og þau eru að gera góða hluti. Við höfum allar óbilandi trú á þeim. Við erum með frábæran hóp og þau kunna að stilla þessu upp. Stelpurnar eru geggjaðar og þetta verður geggjað sumar."

Valur er líka með fullt hús stiga og það stefnir í spennandi sumar. „Ég hef fulla trú á því að við förum alla leið í ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner