Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 15. maí 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
Kvenaboltinn
Birta var á skotskónum í kvöld.
Birta var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn ágætur. Þetta var vissulega ekki okkar besti leikur en það var gott að ná að klára þetta," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Birta skoraði fyrra mark Blika í kvöld og gerði það vel.

„Ég vissi allan tímann þegar boltinn var fyrir framan mig að ég var að fara að setja hann í netið, vissi það allan tímann. Tinna ver vel beint út í teiginn og hann dettur fyrir mig. Um leið og hann datt fyrir mig, þá vissi ég að ég væri að fara setja hann."

Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina, þær hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt mark. Draumabyrjun?

„Jú algjörlega, góð byrjun. En það þýðir ekkert að hætta núna. Við þurfum bara að gefa í og halda áfram."

Birta hefur verið í fantaformi í öflugri sóknarlínu Breiðabliks en hún er búin að skora þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum

„Fyrir fyrsta leik sneri ég aðeins ökklann en ég er komin núna á fullt eftir það og held bara áfram að gera mitt besta," segir Birta en það voru miklar breytingar á Blikaliðinu í vetur og í kringum liðið. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fíla Nik (Chamberlain) og Eddu (Garðarsdóttur) ógeðslega vel og þau eru að gera góða hluti. Við höfum allar óbilandi trú á þeim. Við erum með frábæran hóp og þau kunna að stilla þessu upp. Stelpurnar eru geggjaðar og þetta verður geggjað sumar."

Valur er líka með fullt hús stiga og það stefnir í spennandi sumar. „Ég hef fulla trú á því að við förum alla leið í ár."
Athugasemdir
banner