Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 15. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Atlético getur tryggt meistaradeildarsæti
Fellur Cádiz í kvöld?
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í efstu deild spænska boltans í dag og í kvöld þar sem mikið er undir fyrir nokkur lið.

Í efri hluta stöðutöflunnar getur Atlético Madrid tryggt sér meistaradeildarsæti með sigri á útivelli gegn Getafe, sem siglir lygnan sjó um miðja deild.

Athletic Bilbao getur þá tryggt sér evrópudeildarsæti með sigri á útivelli gegn Celta Vigo, á meðan Cádiz getur fallið ef liðið tapar í Sevilla.

Ef Cadiz tapar og Celta vinnur heimaleikinn sinn þá verður Cadiz þriðja og síðasta liðið til að falla úr spænsku deildinni í ár eftir Almeria og Granada.

Rayo Vallecano getur þá svo gott sem tryggt sæti sitt í efstu deild með sigri gegn föllnu liði Granada.

Leikir dagsins:
17:30 Sevilla - Cadiz
17:30 Vallecano - Granada CF
20:00 Celta - Athletic Bilbao
20:00 Getafe - Atletico Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 17 12 3 2 34 16 +18 39
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
8 Celta 16 5 7 4 20 19 +1 22
9 Sevilla 16 6 2 8 24 24 0 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Alaves 16 5 3 8 14 17 -3 18
13 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
14 Mallorca 16 4 5 7 18 23 -5 17
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
17 Valencia 16 3 6 7 15 25 -10 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 16 2 4 10 7 26 -19 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir