Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 15. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns: Ég er ekki nógu 'dirty'
Atli SIgurjónsson
Atli SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var svekktur með 3-3 jafnteflið gegn ÍA í Bestu deild karla í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi náð inn jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Atli hafði mögulega eitthvað til síns máls. Skagamenn höfðu ekki skorað í fjórum leikjum á undan en áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta niður vörn KR-inga.

Skagamenn náðu 3-2 forystu í síðari hálfleiknum áður en Alex Davey kom boltanum í eigið net seint í uppbótartíma.

„Mjög svekktur. Sárabót að jafna þetta en ekkert sérstakt," sagði Atli sem skoraði og lagði upp í leiknum en hann var ósáttur við frammistöðuna og þá sérstaklega þar sem þetta var á heimavelli.

„Á köflum en við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli og það er ekki hægt að vera sáttur við það."

„Það er allt í lagi tölfræðilega séð en margt sem hefði mátt fara betur,"
sagði hann ennfremur.

Atli gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson kom í fljúgandi tæklingu en hann fór í gegnum Atla sem missti síðan jafnvægið. Helgi Mikael Jónasson, dómari, dæmdi ekkert en Atli segist sjálfur bara ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir.

„Ég veit það ekki. Við vorum að fara aðeins yfir þetta í hálfleiknum. Hann kemur fljúgandi og á ekki séns í boltann. Ég er ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir, þannig ég hoppa og forða mér frá snertingunni og missi jafnvægið," sagði Atli ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner