Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mið 15. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns: Ég er ekki nógu 'dirty'
Atli SIgurjónsson
Atli SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var svekktur með 3-3 jafnteflið gegn ÍA í Bestu deild karla í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi náð inn jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Atli hafði mögulega eitthvað til síns máls. Skagamenn höfðu ekki skorað í fjórum leikjum á undan en áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta niður vörn KR-inga.

Skagamenn náðu 3-2 forystu í síðari hálfleiknum áður en Alex Davey kom boltanum í eigið net seint í uppbótartíma.

„Mjög svekktur. Sárabót að jafna þetta en ekkert sérstakt," sagði Atli sem skoraði og lagði upp í leiknum en hann var ósáttur við frammistöðuna og þá sérstaklega þar sem þetta var á heimavelli.

„Á köflum en við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli og það er ekki hægt að vera sáttur við það."

„Það er allt í lagi tölfræðilega séð en margt sem hefði mátt fara betur,"
sagði hann ennfremur.

Atli gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson kom í fljúgandi tæklingu en hann fór í gegnum Atla sem missti síðan jafnvægið. Helgi Mikael Jónasson, dómari, dæmdi ekkert en Atli segist sjálfur bara ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir.

„Ég veit það ekki. Við vorum að fara aðeins yfir þetta í hálfleiknum. Hann kemur fljúgandi og á ekki séns í boltann. Ég er ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir, þannig ég hoppa og forða mér frá snertingunni og missi jafnvægið," sagði Atli ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner