Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 15. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns: Ég er ekki nógu 'dirty'
Atli SIgurjónsson
Atli SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var svekktur með 3-3 jafnteflið gegn ÍA í Bestu deild karla í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi náð inn jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Atli hafði mögulega eitthvað til síns máls. Skagamenn höfðu ekki skorað í fjórum leikjum á undan en áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta niður vörn KR-inga.

Skagamenn náðu 3-2 forystu í síðari hálfleiknum áður en Alex Davey kom boltanum í eigið net seint í uppbótartíma.

„Mjög svekktur. Sárabót að jafna þetta en ekkert sérstakt," sagði Atli sem skoraði og lagði upp í leiknum en hann var ósáttur við frammistöðuna og þá sérstaklega þar sem þetta var á heimavelli.

„Á köflum en við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli og það er ekki hægt að vera sáttur við það."

„Það er allt í lagi tölfræðilega séð en margt sem hefði mátt fara betur,"
sagði hann ennfremur.

Atli gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson kom í fljúgandi tæklingu en hann fór í gegnum Atla sem missti síðan jafnvægið. Helgi Mikael Jónasson, dómari, dæmdi ekkert en Atli segist sjálfur bara ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir.

„Ég veit það ekki. Við vorum að fara aðeins yfir þetta í hálfleiknum. Hann kemur fljúgandi og á ekki séns í boltann. Ég er ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir, þannig ég hoppa og forða mér frá snertingunni og missi jafnvægið," sagði Atli ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner