29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 15. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns: Ég er ekki nógu 'dirty'
Atli SIgurjónsson
Atli SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var svekktur með 3-3 jafnteflið gegn ÍA í Bestu deild karla í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi náð inn jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Atli hafði mögulega eitthvað til síns máls. Skagamenn höfðu ekki skorað í fjórum leikjum á undan en áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta niður vörn KR-inga.

Skagamenn náðu 3-2 forystu í síðari hálfleiknum áður en Alex Davey kom boltanum í eigið net seint í uppbótartíma.

„Mjög svekktur. Sárabót að jafna þetta en ekkert sérstakt," sagði Atli sem skoraði og lagði upp í leiknum en hann var ósáttur við frammistöðuna og þá sérstaklega þar sem þetta var á heimavelli.

„Á köflum en við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli og það er ekki hægt að vera sáttur við það."

„Það er allt í lagi tölfræðilega séð en margt sem hefði mátt fara betur,"
sagði hann ennfremur.

Atli gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson kom í fljúgandi tæklingu en hann fór í gegnum Atla sem missti síðan jafnvægið. Helgi Mikael Jónasson, dómari, dæmdi ekkert en Atli segist sjálfur bara ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir.

„Ég veit það ekki. Við vorum að fara aðeins yfir þetta í hálfleiknum. Hann kemur fljúgandi og á ekki séns í boltann. Ég er ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir, þannig ég hoppa og forða mér frá snertingunni og missi jafnvægið," sagði Atli ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner