Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 15. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns: Ég er ekki nógu 'dirty'
Atli SIgurjónsson
Atli SIgurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var svekktur með 3-3 jafnteflið gegn ÍA í Bestu deild karla í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi náð inn jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Atli hafði mögulega eitthvað til síns máls. Skagamenn höfðu ekki skorað í fjórum leikjum á undan en áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta niður vörn KR-inga.

Skagamenn náðu 3-2 forystu í síðari hálfleiknum áður en Alex Davey kom boltanum í eigið net seint í uppbótartíma.

„Mjög svekktur. Sárabót að jafna þetta en ekkert sérstakt," sagði Atli sem skoraði og lagði upp í leiknum en hann var ósáttur við frammistöðuna og þá sérstaklega þar sem þetta var á heimavelli.

„Á köflum en við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli og það er ekki hægt að vera sáttur við það."

„Það er allt í lagi tölfræðilega séð en margt sem hefði mátt fara betur,"
sagði hann ennfremur.

Atli gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson kom í fljúgandi tæklingu en hann fór í gegnum Atla sem missti síðan jafnvægið. Helgi Mikael Jónasson, dómari, dæmdi ekkert en Atli segist sjálfur bara ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir.

„Ég veit það ekki. Við vorum að fara aðeins yfir þetta í hálfleiknum. Hann kemur fljúgandi og á ekki séns í boltann. Ég er ekki nógu 'dirty' til að skilja fótinn eftir, þannig ég hoppa og forða mér frá snertingunni og missi jafnvægið," sagði Atli ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner