Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. júní 2022 15:46
Elvar Geir Magnússon
Danny Guthrie gjaldþrota
Danny Guthrie kom við sögu í sextán leikjum með Fram í Lengjudeildinni í fyrra.
Danny Guthrie kom við sögu í sextán leikjum með Fram í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Danny Guthrie hefur verið úrskurðaður gjaldþrota til sex ára eftir að hafa safnað upp 120 þúsund punda (tæplega 20 milljónum íslenskra króna) veðmálaskuld.

Guthrie er 35 ára og lék með Fram á síðasta tímabili en er nú án félags. Hann er fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle.

Í maí 2019 fékk Guthrie 75 þúsund pund í lán frá vini sínum til að eiga fyrir útgjöldum á heimili sínu. Hann lofaði að borga skuldina eftir fasteignasölu,

En áður en hann gat borgað skuldina þá hafnði hann safnað upp öðrum skuldum. Þegar hann seldi svo fasteignina 2020 fyrir 160 þúsund pund þá valdi hann að borga veðmálaskuldina fremur en aðrar skuldir.

Hann hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota og gildir dómurinn í sex ár. Það eru ýmsar hömlur sem gilda á honum á meðan, þar á meðal þær að hann getur ekki fengið meira en 500 pund lánuð án þess að þurfa að upplýsa um gjaldþrotastöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner