Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. júní 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Hlín svaraði landsliðsvalinu fullkomlega
Hlín í leik með Val.
Hlín í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir var á laugardag ekki valin í landsliðshópinn sem fer á Evrópumótið í Englandi fyrir Íslands hönd.

Hún svaraði því ágætlega; með því að skora þrennu í miðnætursólinni í Svíþjóð tveimur dögum síðar.

Hlín fór á kostum í 3-0 sigri Piteå gegn Djurgården. Hún gerði þrennu í leiknum og er núna í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar með átta mörk.

Hægt er að sjá öll þrjú mörkin sem hún skoraði með því að smella hérna.

Þess má geta að Hlín, sem er aðeins 22 ára gömul, er búin að gera þessi átta mörk í 14 leikjum og er hún er að eiga mjög gott tímabil í deild þeirra bestu í Svíþjóð. Hún er á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku eftir að hafa leikið með Val hér heima.
Athugasemdir
banner