Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 15. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM í dag - Evrópumeistararnir mæta til leiks
Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari
Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari
Mynd: EPA

EM í Þýskalandi er komið á fulla ferð en heimamenn völtuðu yfir Skota í opnunarleiknum í gær.


Liðin leika í A riðli en seinni leikur riðilsins er fyrsti leikur dagsins þar sem Ungverjaland mætir Sviss.

Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM ásamt Þýskalandi með þrjá titla hvor. Spánverjar mæta til leiks í dag þegar liðið mætir Króatíu í B riðli.

Í síðasta leik dagsins mæta ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu til leiks en liðið mætir Albaníu en Spánn og Ítalía eru líklegust til að fara áfram úr B riðlinum.

EM A riðill
13:00 Ungverjaland - Sviss

EM B riðill
16:00 Spánn - Króatía
19:00 Ítalía - Albanía


Athugasemdir
banner