Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru komnar á EM en þær eiga þó eftir að spila einn leik í viðbót í undankeppninni fyrir mótið.
Ísland mætir Póllandi á útivelli annað kvöld og á okkar lið þar möguleika á að tryggja sér efsta sætið í riðli með Þýskalandi.
Ísland mætir Póllandi á útivelli annað kvöld og á okkar lið þar möguleika á að tryggja sér efsta sætið í riðli með Þýskalandi.
Eftir 3-0 sigurinn gegn Þýskalandi á föstudag, þá er Ísland með innbyrðis sigurinn á þýska liðið. Á morgun spilar Ísland við Pólland á meðan Þýskaland mætir Austurríki.
Ef Þýskalandi mistekst að vinna Austurríki - sama hvort það er jafntefli eða tap - og Ísland vinnur Pólland, þá vinna stelpurnar okkar þennan sterka riðil.
Ef Ísland vinnur riðilinn, þá verður liðið í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í mótið. Það myndi svo sannarlega auka líkurnar á því að gera vel á mótinu.
Þessi leikur skiptir því svo sannarlega miklu máli, en við verðum jafnframt líka að treysta á það að Austurríki muni stríða Þýskalandi.
Ísland er eitt af sex liðum sem er búið að tryggja sér farseðilinn á EM en hin liðin eru: Sviss (gestgjafar), Þýskaland, Spánn, Danmörk og Frakkland.
Athugasemdir