Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Evrópumeistarana að skipta um félag
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: EPA
Alvaro Morata, fyrirliði Evrópumeistara Spánar, er nálægt því að ganga í raðir AC Milan á Ítalíu.

Milan hefur tjáð Atletico Madrid að félagið ætli að borga riftunarverð í samningi Morata. Þetta riftunarverð er ekki hátt, aðeins um 13 milljónir evra.

AC Milan mun þá í þessari viku ganga frá persónulegu samkomulagi við Morata um þriggja eða fjögurra ára samning.

Morata, sem er 31 árs, er spenntur fyrir því að ganga í raðir Milan en hann er með góða reynslu af ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið með Juventus í tvígang.

Morata skoraði 21 mark í 48 leikjum með Atletico Madrid á síðustu leiktíð en hann sýndi það á Evrópumótinu að hann er býsna öflugur leiðtogi.
Athugasemdir
banner
banner