Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro skrifar undir nýjan samning í vikunni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um Lautaro Martínez undanfarna mánuði þar sem framtíð hans hjá Inter virtist mögulega vera í hættu í vor þegar eigendaskipti Inter voru að ganga í gegn.

Lautaro óttaðist á tímapunkti um eigin framtíð en nýir eigendur félagsins fullvissuðu hann og aðra um að markmið félagsins væru enn háleit undir nýju eignarhaldi. Það væri ennþá forgangsatriði fyrir félagið að semja við Lautaro.

Lautaro var besti leikmaður Serie A deildarinnar í fyrra er Inter vann sinn annan deildartitil á fjórum árum.

Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar og fór svo með stjörnum prýddu landsliði Argentínu á Copa América í sumar.

Þar var Lautaro einungis tvisvar sinnum í byrjunarliðinu í sex leikjum, en tókst þó að standa uppi sem markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Hann skoraði meðal annars eina markið í úrslitaleiknum, þar sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu.

Lautaro fékk ekki að spila eina einustu mínútu í venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum, heldur var honum skipt inn í framlengingunni.

Lautaro er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir nýjum fimm ára samningi við Inter, en núverandi samningur hans við félagið rennur út 2026.

Lautaro er 26 ára gamall og hefur skorað 129 mörk í 282 leikjum fyrir Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner