Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að skrifa undir samning við þýska félagið Fortuna Düsseldorf en sá samningur tekur gildi eftir tímabilið.
Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á X rétt í þessu.
Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á X rétt í þessu.
Samningur Valgeirs við Häcken rennur út í lok árs og því gat Fortuna rætt við íslenska landsliðsmanninn.
Hann hefur verið orðaður við Fortuna síðustu daga og var búist við því að þýska félagið myndi kaupa Valgeir, þá á lága upphæð, til að fá hann strax. Ekki er útilokað að það gerist en þýska félagið er allavega búið að tryggja sér þjónustu bakvarðarins frá og með janúar.
Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður Fortuna D?sseldorf en hann og Valgeir eru liðfélagar í íslenska landsliðinu. Þýska liðið rétt missti af sæti í Bundesligunni í vor og verður því áfram í B-deildinni.
Valgeir, sem fæddur er árið 2001, sneri til baka í maí eftir langa fjarveru vegna meiðsla og hefur spilað vel eftir að hann sneri aftur á völlinn. Hann skoraði m.a. um liðna helgi.
Valgeir er uppalinn í Fjölni en söðlaði um og samdi við Val fyrir tímabilið 2019. Hann átti frábært tímabil 2020, varð Íslandsmeistari og var í kjölfarið keyptur til Häcken. Þar hefur hann orðið sænskur meistari og bikarmeistari.
???????? Valgeir Lunddal Fridriksson has signed pre-contract as new Fortuna Düsseldorf player from January.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2024
Deal completed, waiting to see if Fortuna Düsseldorf can agree on compensation with Häcken to bring in the player already this summer. pic.twitter.com/KelAdrmU4z
Athugasemdir