Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er genginn til liðs við gríska félagið Panathinaikos frá Midtyjlland í Danmörku. Félögin staðfestu skiptin í kvöld.
Panathinaikos kaupir Sverri á þrjár milljónir evra og er samningur hans til 2028.
Sverrir, sem er þrítugur, mun þéna um 1,2 milljónir evra í árslaun og verður því einn af launahæstu leikmönnum félagsins.
Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.
Sverrir var einn af lykilmönnum Midtjylland er liðið varð danskur meistari í fjórða sinn í sögu félagsins, en nú er hann mættur til bikarameistara Panathinaikos í Grikklandi.
Þar hittir hann liðsfélaga sinn í landsliðinu, Hörð Björgvin Magnússon, en Hörður hefur verið á mála hjá Panathinaikos frá 2022.
Sverrir Ingi Ingason fortsætter karrieren i Grækenland.
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) July 15, 2024
Tak for indsatsen, Ingi!
Athugasemdir