Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 15. ágúst 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli með grímu: Þekkti ekki mína leikmenn - Ekki boðlegt í 20. skiptið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Palli Gísla, Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, hafði ekki undan að svara spurningaflóði fréttaritara eftir mikinn markaleik Þórsara gegn Leikni á Domusnova vellinum í Breiðholti í dag.

„Það væri galið [að vera sáttur] þetta stefndi í 7, 8-0. Ég þekkti ekki einn einasta leikmann í mínu liði í fyrri hálfleik og það var notaleg stund sem við áttum í hálfleik til að fara yfir málin. Þetta er ekki boðlegt fyrir lið sem ætlar að láta taka sig alvarlega í toppbaráttunni að sýna svona frammistöðu í fyrri hálfleik, sagði Palli.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

„Sömu leikmenn, sama leikskipulag allt saman eins en það var eins og ég hefði skipt öllum út af og nýir komið inn í sömu stöður. Þetta er ekki boðlegt í tuttugasta skiptið. Við gætum montað okkur fyrir að hafa komið til baka eftir að hafa skitið á okkur í fyrri hálfleik. Þetta stefndi í sama rústið og var gegn Fram í síðasta leik."

„Það var mjög gott [að fá mark inn rétt fyrir hálfleik] og ég kannaðist við flesta mína leikmenn í seinni hálfleik. Mjög kjánalegt að upplifa seinni hálfleikinn eins og okkur langaði til að vinna hann en ekki bara að ná að jafna. Auðvitað virði ég stigið í Breiðholti og með því fáum við þá ekki lengra fram úr okkur. Vonandi getum við haldið áfram að trúa því að við getum verið í toppbaráttunni."

„Við ætluðum okkur að reyna sækja sigurinn og skilja þá menn eftir berrassaða annað en við ætluðum í fyrri hálfleik. Eftir á var kannski hrokafullt að ætla sækja sigurmark en svo undir lokin var maður með kökk í hálsinum þegar þeir fengu hornspyrnur og fyrirgjafir, við manni færri og auðvitað hefði verið sárt að fá niðurgang undir lokin eftir að hafa þrifið upp eftir sig."


Seinna gula?
Markvörður Leiknis, Guy Smit, braut á Guðna Sigþórssyni inn á vítateig og vítaspyrna var dæmd. Smit hafði skömmu áður fengið gula spjaldið fyrir að mótmæla öðru marki Þórsara. Var Palli einn af þeim Þórsurum sem vildi sjá Guy fá seinna gula og þar með rautt?

„Já. Ég er enginn sérfræðingur í dómarafræðum en ef þú færð ekki einu sinni gult spjald fyrir þetta þá skil ég ekki hvernig hægt er að nota þessi spjöld á réttan hátt og hafa samræmi í þessu öllu saman. Kannski fyrir okkur var þetta geggjuð ákvörðun fyrir okkur því við höfum sögu af því að vera ekki alveg á diskógólfinu þegar við lendum einum fleiri."

Ætlaði að taka á sig gula spjaldið
Í uppbótartíma fékk varamaðurinn Guðni Sigþórsson að líta beint rautt spjald fyrir að renna sér og fara aftan í kálfann á Sævari Atla Magnússyni. Palli var beðinn um sína upplifun á atvikinu.

„Hann sagði við mig eftir leik að hann hafi ætlað að taka á sig gult spjald. Þetta leit illa út því hann var kominn í blautt grasið og vissi upp á sig skömmina. Það var enginn ásetningur að meiða leikmanninn. Vissulega klaufalegt rautt spjald," sagði Palli að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner