Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 15. ágúst 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli með grímu: Þekkti ekki mína leikmenn - Ekki boðlegt í 20. skiptið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Palli Gísla, Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, hafði ekki undan að svara spurningaflóði fréttaritara eftir mikinn markaleik Þórsara gegn Leikni á Domusnova vellinum í Breiðholti í dag.

„Það væri galið [að vera sáttur] þetta stefndi í 7, 8-0. Ég þekkti ekki einn einasta leikmann í mínu liði í fyrri hálfleik og það var notaleg stund sem við áttum í hálfleik til að fara yfir málin. Þetta er ekki boðlegt fyrir lið sem ætlar að láta taka sig alvarlega í toppbaráttunni að sýna svona frammistöðu í fyrri hálfleik, sagði Palli.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

„Sömu leikmenn, sama leikskipulag allt saman eins en það var eins og ég hefði skipt öllum út af og nýir komið inn í sömu stöður. Þetta er ekki boðlegt í tuttugasta skiptið. Við gætum montað okkur fyrir að hafa komið til baka eftir að hafa skitið á okkur í fyrri hálfleik. Þetta stefndi í sama rústið og var gegn Fram í síðasta leik."

„Það var mjög gott [að fá mark inn rétt fyrir hálfleik] og ég kannaðist við flesta mína leikmenn í seinni hálfleik. Mjög kjánalegt að upplifa seinni hálfleikinn eins og okkur langaði til að vinna hann en ekki bara að ná að jafna. Auðvitað virði ég stigið í Breiðholti og með því fáum við þá ekki lengra fram úr okkur. Vonandi getum við haldið áfram að trúa því að við getum verið í toppbaráttunni."

„Við ætluðum okkur að reyna sækja sigurinn og skilja þá menn eftir berrassaða annað en við ætluðum í fyrri hálfleik. Eftir á var kannski hrokafullt að ætla sækja sigurmark en svo undir lokin var maður með kökk í hálsinum þegar þeir fengu hornspyrnur og fyrirgjafir, við manni færri og auðvitað hefði verið sárt að fá niðurgang undir lokin eftir að hafa þrifið upp eftir sig."


Seinna gula?
Markvörður Leiknis, Guy Smit, braut á Guðna Sigþórssyni inn á vítateig og vítaspyrna var dæmd. Smit hafði skömmu áður fengið gula spjaldið fyrir að mótmæla öðru marki Þórsara. Var Palli einn af þeim Þórsurum sem vildi sjá Guy fá seinna gula og þar með rautt?

„Já. Ég er enginn sérfræðingur í dómarafræðum en ef þú færð ekki einu sinni gult spjald fyrir þetta þá skil ég ekki hvernig hægt er að nota þessi spjöld á réttan hátt og hafa samræmi í þessu öllu saman. Kannski fyrir okkur var þetta geggjuð ákvörðun fyrir okkur því við höfum sögu af því að vera ekki alveg á diskógólfinu þegar við lendum einum fleiri."

Ætlaði að taka á sig gula spjaldið
Í uppbótartíma fékk varamaðurinn Guðni Sigþórsson að líta beint rautt spjald fyrir að renna sér og fara aftan í kálfann á Sævari Atla Magnússyni. Palli var beðinn um sína upplifun á atvikinu.

„Hann sagði við mig eftir leik að hann hafi ætlað að taka á sig gult spjald. Þetta leit illa út því hann var kominn í blautt grasið og vissi upp á sig skömmina. Það var enginn ásetningur að meiða leikmanninn. Vissulega klaufalegt rautt spjald," sagði Palli að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner