Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
banner
   lau 15. ágúst 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli með grímu: Þekkti ekki mína leikmenn - Ekki boðlegt í 20. skiptið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Guy Smit slapp og fékk ekki seinna gula spjaldið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Palli Gísla, Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, hafði ekki undan að svara spurningaflóði fréttaritara eftir mikinn markaleik Þórsara gegn Leikni á Domusnova vellinum í Breiðholti í dag.

„Það væri galið [að vera sáttur] þetta stefndi í 7, 8-0. Ég þekkti ekki einn einasta leikmann í mínu liði í fyrri hálfleik og það var notaleg stund sem við áttum í hálfleik til að fara yfir málin. Þetta er ekki boðlegt fyrir lið sem ætlar að láta taka sig alvarlega í toppbaráttunni að sýna svona frammistöðu í fyrri hálfleik, sagði Palli.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

„Sömu leikmenn, sama leikskipulag allt saman eins en það var eins og ég hefði skipt öllum út af og nýir komið inn í sömu stöður. Þetta er ekki boðlegt í tuttugasta skiptið. Við gætum montað okkur fyrir að hafa komið til baka eftir að hafa skitið á okkur í fyrri hálfleik. Þetta stefndi í sama rústið og var gegn Fram í síðasta leik."

„Það var mjög gott [að fá mark inn rétt fyrir hálfleik] og ég kannaðist við flesta mína leikmenn í seinni hálfleik. Mjög kjánalegt að upplifa seinni hálfleikinn eins og okkur langaði til að vinna hann en ekki bara að ná að jafna. Auðvitað virði ég stigið í Breiðholti og með því fáum við þá ekki lengra fram úr okkur. Vonandi getum við haldið áfram að trúa því að við getum verið í toppbaráttunni."

„Við ætluðum okkur að reyna sækja sigurinn og skilja þá menn eftir berrassaða annað en við ætluðum í fyrri hálfleik. Eftir á var kannski hrokafullt að ætla sækja sigurmark en svo undir lokin var maður með kökk í hálsinum þegar þeir fengu hornspyrnur og fyrirgjafir, við manni færri og auðvitað hefði verið sárt að fá niðurgang undir lokin eftir að hafa þrifið upp eftir sig."


Seinna gula?
Markvörður Leiknis, Guy Smit, braut á Guðna Sigþórssyni inn á vítateig og vítaspyrna var dæmd. Smit hafði skömmu áður fengið gula spjaldið fyrir að mótmæla öðru marki Þórsara. Var Palli einn af þeim Þórsurum sem vildi sjá Guy fá seinna gula og þar með rautt?

„Já. Ég er enginn sérfræðingur í dómarafræðum en ef þú færð ekki einu sinni gult spjald fyrir þetta þá skil ég ekki hvernig hægt er að nota þessi spjöld á réttan hátt og hafa samræmi í þessu öllu saman. Kannski fyrir okkur var þetta geggjuð ákvörðun fyrir okkur því við höfum sögu af því að vera ekki alveg á diskógólfinu þegar við lendum einum fleiri."

Ætlaði að taka á sig gula spjaldið
Í uppbótartíma fékk varamaðurinn Guðni Sigþórsson að líta beint rautt spjald fyrir að renna sér og fara aftan í kálfann á Sævari Atla Magnússyni. Palli var beðinn um sína upplifun á atvikinu.

„Hann sagði við mig eftir leik að hann hafi ætlað að taka á sig gult spjald. Þetta leit illa út því hann var kominn í blautt grasið og vissi upp á sig skömmina. Það var enginn ásetningur að meiða leikmanninn. Vissulega klaufalegt rautt spjald," sagði Palli að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner