Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. ágúst 2020 10:38
Elvar Geir Magnússon
Silfurskeiðin lét áhorfendabannið ekki stöðva sig
Úr Garðabænum í gær.
Úr Garðabænum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dyggustu meðlimir Silfurskeiðarinnar létu áhorfendabann ekki koma í veg fyrir að þeir gætu sýnt sínu liði, Stjörnunni, stuðning gegn Gróttu í gær.

Íslenski boltinn er farinn aftur að rúlla og eru áhorfendur bannaðir á leikjunum, óvíst er hversu lengi sú regla verður.

Silfurskeiðin er stuðningsmannahópur Stjörnunnar og sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari vonast til þess að meðlimir hópsins gætu verið viðstaddir leikinn.

„Við vonum að Silfurskeiðin komist allavega að!" sagði Rúnar fyrir leikinn.

Silfurskeiðin fann góðan stað bak við girðingu á Samsungvellinum og létu vel í sér heyra.

„Silfurskeiðin lætur ekki Covid No Fans stoppa sig á að styðja sína menn, þeir eru mættir vinstra megin við stúkuna fyrir utan völlinn og eru búnir að vera syngjandi frá fyrstu mínútu! Vel gert!" skrifaði Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu frá leiknum.

Þrátt fyrir góðan stuðning gegnu Stjörnumenn þó svekktir frá borði í gær en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Stjarnan hefur svo sannarlega fundið fyrir kórónaveirufaraldrinum en fyrr á tímabilinu fór liðið í sóttkví eftir að leikmaður þess greindist með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner