Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 15. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Fólk mun horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-1 gegn Fram á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Fyrstu viðbrögð, ég var nokkuð ánægður með liðið mitt í fyrri hálfleik. Mér fannst svona týpískt lið sem er með lítið sjálfstraust og gengur ill að fá svona klaufalegt mark á sig og ná ekki að nýta þær fínu stöður sem við fengum. Mér fannst leikplanið ganga ágætlega upp og var bara nokkuð ánægður með liðið en svo erum við bara klaufar að fá á okkur 2 mörk úr föstum leikatriðum og eftir það áttum við lítinn séns og lítið sjálfstraust. Þá mun fólk þegar það lítur til baka horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur en í rauninni fannst mér þessi leikur frekar jafn svona fram að því mómenti og mér fannst við koma vel út í seinni hálfleikinn svona stemmdir en alltof fljótir að brotna og þessi leikur fer frá okkur."

Sigurður neyðist til að gera 4 breytingar fyrir leik út af meiðslum og banni og það gæti hafa riðlað leik gestana eitthvað.

„Við erum án margra leikmanna. Það eru 7 leikmenn frá en þeir sem komu inn bara stóðu sig vel og Óttar átti ekki meira en 45 mínútur í skrokknum þannig að það er bara áfram gakk. Við förum að fá fleiri menn inn núna og við verðum að vera áfram bjartsýnir. Við þurfum einhvernegin að fara finna trúna á sjálfum okkur og menn þurfa að fara þora að hafa hann og þora að spila og ekki bíða eftir að næsti maður taki af skarið en við erum ekki að fara gefast upp það er klárt."

Leiknir sitja í fallsæti eins og er en það er bara 1 stig upp í FH fyrir ofan þá. Hvernig geta Leiknismenn bjargað sér frá falli?

„Við þurfum bara að fá meiri trú á sjálfum okkur og við þurfum að grafa eftir einhverju sjálfstrausti og fara þora að spila boltanum og láta hlutina gerast við erum einhvernegin að senda á næsta mann og vona að hann geri hlutina fyrir okkur. Við þurfum að fá það inn í leikmannahópinn og hver og einn leikmaður þarf að líta aðeins inn á við og fara finna kjark og trú á verkefninu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner