Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Fólk mun horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-1 gegn Fram á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Fyrstu viðbrögð, ég var nokkuð ánægður með liðið mitt í fyrri hálfleik. Mér fannst svona týpískt lið sem er með lítið sjálfstraust og gengur ill að fá svona klaufalegt mark á sig og ná ekki að nýta þær fínu stöður sem við fengum. Mér fannst leikplanið ganga ágætlega upp og var bara nokkuð ánægður með liðið en svo erum við bara klaufar að fá á okkur 2 mörk úr föstum leikatriðum og eftir það áttum við lítinn séns og lítið sjálfstraust. Þá mun fólk þegar það lítur til baka horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur en í rauninni fannst mér þessi leikur frekar jafn svona fram að því mómenti og mér fannst við koma vel út í seinni hálfleikinn svona stemmdir en alltof fljótir að brotna og þessi leikur fer frá okkur."

Sigurður neyðist til að gera 4 breytingar fyrir leik út af meiðslum og banni og það gæti hafa riðlað leik gestana eitthvað.

„Við erum án margra leikmanna. Það eru 7 leikmenn frá en þeir sem komu inn bara stóðu sig vel og Óttar átti ekki meira en 45 mínútur í skrokknum þannig að það er bara áfram gakk. Við förum að fá fleiri menn inn núna og við verðum að vera áfram bjartsýnir. Við þurfum einhvernegin að fara finna trúna á sjálfum okkur og menn þurfa að fara þora að hafa hann og þora að spila og ekki bíða eftir að næsti maður taki af skarið en við erum ekki að fara gefast upp það er klárt."

Leiknir sitja í fallsæti eins og er en það er bara 1 stig upp í FH fyrir ofan þá. Hvernig geta Leiknismenn bjargað sér frá falli?

„Við þurfum bara að fá meiri trú á sjálfum okkur og við þurfum að grafa eftir einhverju sjálfstrausti og fara þora að spila boltanum og láta hlutina gerast við erum einhvernegin að senda á næsta mann og vona að hann geri hlutina fyrir okkur. Við þurfum að fá það inn í leikmannahópinn og hver og einn leikmaður þarf að líta aðeins inn á við og fara finna kjark og trú á verkefninu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner