PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 15. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Fólk mun horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-1 gegn Fram á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Fyrstu viðbrögð, ég var nokkuð ánægður með liðið mitt í fyrri hálfleik. Mér fannst svona týpískt lið sem er með lítið sjálfstraust og gengur ill að fá svona klaufalegt mark á sig og ná ekki að nýta þær fínu stöður sem við fengum. Mér fannst leikplanið ganga ágætlega upp og var bara nokkuð ánægður með liðið en svo erum við bara klaufar að fá á okkur 2 mörk úr föstum leikatriðum og eftir það áttum við lítinn séns og lítið sjálfstraust. Þá mun fólk þegar það lítur til baka horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur en í rauninni fannst mér þessi leikur frekar jafn svona fram að því mómenti og mér fannst við koma vel út í seinni hálfleikinn svona stemmdir en alltof fljótir að brotna og þessi leikur fer frá okkur."

Sigurður neyðist til að gera 4 breytingar fyrir leik út af meiðslum og banni og það gæti hafa riðlað leik gestana eitthvað.

„Við erum án margra leikmanna. Það eru 7 leikmenn frá en þeir sem komu inn bara stóðu sig vel og Óttar átti ekki meira en 45 mínútur í skrokknum þannig að það er bara áfram gakk. Við förum að fá fleiri menn inn núna og við verðum að vera áfram bjartsýnir. Við þurfum einhvernegin að fara finna trúna á sjálfum okkur og menn þurfa að fara þora að hafa hann og þora að spila og ekki bíða eftir að næsti maður taki af skarið en við erum ekki að fara gefast upp það er klárt."

Leiknir sitja í fallsæti eins og er en það er bara 1 stig upp í FH fyrir ofan þá. Hvernig geta Leiknismenn bjargað sér frá falli?

„Við þurfum bara að fá meiri trú á sjálfum okkur og við þurfum að grafa eftir einhverju sjálfstrausti og fara þora að spila boltanum og láta hlutina gerast við erum einhvernegin að senda á næsta mann og vona að hann geri hlutina fyrir okkur. Við þurfum að fá það inn í leikmannahópinn og hver og einn leikmaður þarf að líta aðeins inn á við og fara finna kjark og trú á verkefninu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner