Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mán 15. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Fólk mun horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-1 gegn Fram á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Fyrstu viðbrögð, ég var nokkuð ánægður með liðið mitt í fyrri hálfleik. Mér fannst svona týpískt lið sem er með lítið sjálfstraust og gengur ill að fá svona klaufalegt mark á sig og ná ekki að nýta þær fínu stöður sem við fengum. Mér fannst leikplanið ganga ágætlega upp og var bara nokkuð ánægður með liðið en svo erum við bara klaufar að fá á okkur 2 mörk úr föstum leikatriðum og eftir það áttum við lítinn séns og lítið sjálfstraust. Þá mun fólk þegar það lítur til baka horfa á það þannig að Fram hafi slátrað okkur en í rauninni fannst mér þessi leikur frekar jafn svona fram að því mómenti og mér fannst við koma vel út í seinni hálfleikinn svona stemmdir en alltof fljótir að brotna og þessi leikur fer frá okkur."

Sigurður neyðist til að gera 4 breytingar fyrir leik út af meiðslum og banni og það gæti hafa riðlað leik gestana eitthvað.

„Við erum án margra leikmanna. Það eru 7 leikmenn frá en þeir sem komu inn bara stóðu sig vel og Óttar átti ekki meira en 45 mínútur í skrokknum þannig að það er bara áfram gakk. Við förum að fá fleiri menn inn núna og við verðum að vera áfram bjartsýnir. Við þurfum einhvernegin að fara finna trúna á sjálfum okkur og menn þurfa að fara þora að hafa hann og þora að spila og ekki bíða eftir að næsti maður taki af skarið en við erum ekki að fara gefast upp það er klárt."

Leiknir sitja í fallsæti eins og er en það er bara 1 stig upp í FH fyrir ofan þá. Hvernig geta Leiknismenn bjargað sér frá falli?

„Við þurfum bara að fá meiri trú á sjálfum okkur og við þurfum að grafa eftir einhverju sjálfstrausti og fara þora að spila boltanum og láta hlutina gerast við erum einhvernegin að senda á næsta mann og vona að hann geri hlutina fyrir okkur. Við þurfum að fá það inn í leikmannahópinn og hver og einn leikmaður þarf að líta aðeins inn á við og fara finna kjark og trú á verkefninu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner