Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
   fim 15. ágúst 2024 21:38
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Menn þurftu að grafa djúpt
Arnar Gunnlaugsson á línunni.
Arnar Gunnlaugsson á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann 2-1 útisigur gegn Flora Tallinn og er því í dauðafæri til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Íslandsmeistararnir mæta Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net hringdi í Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, eftir sigurinn í Eistlandi og má heyra spjall þeirra í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 -  2 Víkingur R.

„Við byrjuðum leikinn mjög sterkt og þetta var mikill karakterssigur. Menn voru laskaðir og við vorum að tjasla mönnum saman fyrir leikinn, leikjaálagið var augljóslega að segja til sín og menn þurftu að grafa djúpt," sagði Arnar.

„Þeir skoruðu draumamark snemma í seinni hálfleik og í kjölfarið komu óþægilegar mínútur þar sem menn þurftu að halda fullri einbeitingu og sigla þessu heim."

Helgi Guðjóns í vængbakverði
Í seinni hálfleik breytti Arnar um kerfi og fór í fimm manna vörn. Mikla athygli vakti að sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson spilaði sem vinstri vængbakvörður. Af hverju hann frekar en Sveinn Gísli Þorkelsson sem var á bekknum?

„Það er kannski reynslan, Helgi hefur verið flottur í Evrópuleikjum og skorað mörk eins og gegn Malmö. Við vildum fá reynslu og hann er í rosalegu formi og getur farið upp og niður. Við vildum ekki bara hafa varnarlega þáttinn heldur sýna ógn sóknarlega. Auðvitað var þetta smá áhætta en hann stóð sig vel," sagði Arnar.

Sjáum gulrótina fyrir framan okkur
Um komandi verkefni gegn Santa Coloma:

„Við tökum þessu verkefni mjög alvarlega, við sjáum gulrótina fyrir framan okkur og erum með fulla einbeitingu. Við þurfum að vera virkilega klárir, það er leikur gegn Skaganum á mánudag og svo heimaleik gegn þessu liði á fimmtudag. Þetta er strembið en jafnframt gaman. Þetta eru mjög skemmtilegir tímar," sagði Arnar.

Santa Coloma tapaði í gær 7-0 gegn RFS og Arnar tekur undir með Sverri í því að þetta sé andstæðingur sem Víkingur á að klára.

„Já klárlega. Þessir Evrópuleikir geta verið skrítnir og þú getur lent í alls konar veseni meðan á leik stendur. Mikið sem þarf að pæla í og mikið sem þarf að bregðast við. Það þarf allt að ganga upp til að komast áfram í þessum keppnum, alveg sama hver mótherjinn er. Þú sérð bara hvernig fór hjá hinum íslensku liðunum."

Hann segir að liðið hafi ekki spilað nægilega vel á heimavelli í Evrópukeppninni og það þurfi að laga það á fimmtudaginn.

Í viðtalinu ræðir Arnar meðal annars um markið sem var dæmt af Flóru í leiknum í dag, innkomu Tarik Ibrahimagic, skurðinn sem Aron Elís Þrándarson fékk og leikina framundan.
Athugasemdir